Enski boltinn

Terry æfir með Chelsea í dag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

John Terry, fyrirliði Chelsea, mun æfa með liðinu í dag en óttast var að hann væri illa meiddur og gæti ekki spilað með liðinu í bikarúrslitunum.

Terry meiddist aðeins á æfingu liðsins í gær og fljótt kvisaðist út að hann væri svo illa meiddur að HM væri í hættu hjá honum.

Hann var fluttur á spítala til öryggis en rannsóknir þar sýndu að meiðslin voru í raun ekkert til þess að tala um.

Fyrirliðinn verður því mættur á æfingasvæðið í dag og stuðningsmenn liðsins munu eflaust anda léttar fyrir vikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×