Enski boltinn

Benitez fær ekki samning hjá Birmingham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Christian Benitez fagnar marki í leik með landsliði Ekvador.
Christian Benitez fagnar marki í leik með landsliði Ekvador. Nordic Photos / Getty Images
Birmingham ætlar ekki að nýta sér kaupréttinn á Christian Benitez sem var í vetur í láni hjá félaginu frá Santos Laguna í Mexíkó.

Birmingham átti rétt á að kaupa Benitez fyrir ákveðna upphæð samkvæmt lánssamningnum en ákveðið var að nýta ekki þann kost.

Benitez er 24 ára Ekvadori og þó svo að hann hafi komið við sögu í 36 leikjum með Birmingham í vetur náði hann að skora aðeins fjögur mörk.

Alex McLeish, stjóri Birmingham, ákvað að hann myndi frekar vilja fá annan sóknarmann til liðs við félagið. Sá sem helst hefur verið orðaður við Birmingham er Suður-Afríkumaðurinn Katlego Mphela sem var markahæsti leikmaður suður-afrísku deildarinnar síðastliðið tímabil með sautján mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×