Enski boltinn

Terry er klár fyrir bikarúrslitaleikinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Terry á æfingunni í dag.
John Terry á æfingunni í dag. Nordic Photos / Getty Images

John Terry segir að hann geti spilað með sínum mönnum í Chelsea gegn Portsmouth í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á laugardaginn.

Terry meiddist á æfingu í gær og var í fyrstu að hann hefði ristarbrotnað. En meiðslin reyndust ekki vera svo alvarleg og gat hann æft með Chelsea í dag.

„Ég er í lagi. Ég fékk niðurstöður úr rannsóknum í gær og það er ekkert brotið og engin liðbönd sködduð. Ég er aðeins marinn en gat æft á fullu í dag og get spilað um helgina," sagði Terry við enska fjölmiðla eftir æfinguna í dag.

Terry er lykilmaður í enska landsliðinu sem fer á HM í Suður-Afríku sem hefst eftir tæpan mánuð. „Ég er ekki að taka neina áhættu með því að spila í bikarnum. Ég gat æft án nokkurra vandræða og klár í slaginn."

Hann viðurkennir að hann hafi í fyrstu óttast að hann gæti mögulega misst af bikarúrslitaleiknum og HM í Suður-Afríku. „Mér var mikið létt þegar að við fengum niðurstöðurnar úr rannsóknunum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×