Enski boltinn

Foster á leið til Birmingham

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Manchester United hefur samþykkt tilboð Birmingham í markvörðinn Ben Foster og því fátt sem getur komið í veg fyrir að hann fari til félagsins.

Foster situr nú við samningaborðið með forráðamönnum Birmingham og reynir að ná samkomulagi um kaup og kjör.

Birmingham er í leit að nýjum markverði þar sem Joe Hart er farinn aftur til Man. City en hann var í láni hjá Birmingham síðasta vetur og stóð sig frábærlega.

City var ekki til í að lána Hart á nýjan leik og því ákvað Birmingham að snúa sér að Foster sem taldi nauðsynlegt fyrir feril sinn að yfirgefa herbúðir United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×