Enski boltinn

Capello: Rooney einn sá besti sem ég hef þjálfað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wayne Rooney í leik með enska landsliðinu.
Wayne Rooney í leik með enska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images
Fabio Capello landsliðsþjálfari Englands segir að Wayne Rooney sé einn besti leikmaður sem hann hefur þjálfað á ferlinum.

Capello hefur stýrt stórliðum á borð við AC Milan, Real Madrid, Roma og Juventus og starfað með mörgum bestu leikmönnum heims síðustu tvo áratugi.

„Wayne Rooney er einn hæfileikaríkasti leikmaður sem ég hef þjálfað," sagði Capello við enska fjölmiðla. „Hann líkist Raul á þann máta að hann er bæði afar mikilvægur leikmaður og sérstaklega hæfileikaríkur."

„Rooney vill læra eitthvað nýtt í hvert skipti sem hann æfir og hann vill vera á æfingasvæðinu eins lengi og hann mögulega getur."

„Það er afar mikilvægt að aðrir leikmenn átti sig á að jafnvel leikmenn eins og Rooney, sem er einn sá besti í heimi, vill leggja sig fram á þennan máta og halda áfram að læra."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×