Fótbolti

Boateng má spila með Gana

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Boateng er á mála hjá Portsmouth í Englandi.
Boateng er á mála hjá Portsmouth í Englandi. Nordic Photos / Getty Images

Þýski miðvallarleikmaðurinn Kevin Prince Boateng má spila með Gana á HM í Suður-Afríku í sumar. Þetta fullyrðir knattspyrnusamband Gana.

Boateng er fæddur í Þýskalandi en faðir hans er frá Gana. Fyrir tveimur árum ákvað Boateng að hann vildi frekar spila með landsliði Gana en því þýska.

Hann á að baki leiki með yngri landsliðum Þýskalands og því var töf á afgreiðslu málsins hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu.

Boateng er 23 ára gamall en fyrir stuttu ákvað FIFA að afnema reglu sem segir að leikmenn þurfi að skipta um ríkisfang fyrir 21 árs aldur kjósi þeir að gera svo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×