Fleiri fréttir

„Hann verður besti miðjumaður heims“

Jude Bellingham hefur verið á meðal betri leikmanna enska landsliðsins á HM í Katar þrátt fyrir ungan aldur. Liðsfélagar hans hafa mikla trú á kauða.

Mikið baulað í endurkomunni eftir langt bann

Deshaun Watson sneri aftur á fótboltavöllinn í gærkvöld er lið hans Cleveland Browns hafði betur gegn fyrrum liði hans Houston Texans. Mikið var baulað á Watson sem átti erfitt uppdráttar í sínum fyrsta NFL-leik í um tvö ár.

FIFA hafi ekki ákveðið fyrirkomulagið fyrir HM 2026

Arséne Wenger, yfirmaður alþjóðlegrar fótboltaþróunar hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, segir sambandið ekki hafa geirneglt fyrirkomulag þriggja liða riðla á komandi heimsmeistaramóti árið 2026. Liðum verður fjölgað á mótinu.

„Ég mun greiða sektina sjálfur“

Frakkinn Kylian Mbappé hefur farið mikinn á HM í Katar þar sem lið hans á titil að verja. Hann gaf í fyrsta skipti á mótinu kost á viðtali eftir sigur Frakka á Póllandi í gær.

Giroud bætti met Henry

Mark Olivier Giroud gegn Póllandi í 16-liða úrslitum HM í Katar í dag var sögulegt.

„Við vorum nálægt því að sigla þessum heim“

„Þeir skora úr sinni sókn, þeir fara í 7 á 6 og skoruðu mark sem við hefðum átt að gera betur í en þeir gerðu það vel,“ sagði Jónatan Magnússon þjálfari KA þegar hann var spurður að leikslokum hvernig KA hefði tapað niður tveggja marka forystu á 25 sekúndum. 

Albert og Dagný bæði í tapliðum

Albert Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Genoa sem tapaði 1-0 á heimavelli fyrir Cittadella í ítölsku Serie B deildinni í dag. Þá var Dagný Brynjarsdóttir í liði West Ham sem tapaði fyrir Liverpool.

Tuttugustu og þriðju kaup Nottingham Forest á tímabilinu

Nottingham Forest hefur gengið frá kaupunum á hinum brasilíska Gustavo Scarpa frá Palmeiras. Scarpa gengur til liðs við Forest í janúar en hann er tuttugasti og þriðji leikmaðurinn sem liðið kaupir á tímabilinu.

Verður Gabriel Jesus frá næstu þrjá mánuðina?

Brasilískir fjölmiðlar greina frá því að Gabriel Jesus leikmaður Arsenal þurfi að fara í aðgerð og verði frá næstu þrjá mánuðina. Jesus meiddist á hné í leik Brasilíu og Kamerún á heimsmeistaramótinu í Katar.

„Hann er með eiginleika sem er erfitt að kenna“

Hinn tvítugi Sigurður Pétursson hefur heillað marga í Subway-deildinni á þessu tímabili. Strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi fóru yfir frammistöðu Sigurðar í þættinum á föstudagskvöldið.

Tók fram úr Maradona í sínum þúsundasta leik

Lionel Messi skoraði fyrra mark Argentínu þegar liðið tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins með 2-1 sigri á Ástralíu. Leikurinn var sá þúsundasti hjá Messi á ferlinum og markið hans níunda á heimsmeistaramóti.

Gott gengi Golden State á heimavelli heldur áfram

Steph Curry og Andrew Wiggins voru í aðalhlutverki hjá Golden State Warriors í nótt þegar liðið lagði Houston Rockets á heimavelli. Rudy Gobert hjá Minnesota Timberwolves var rekinn út úr húsi fyrir að fella mótherja.

Vandræði Tryggva og félaga halda áfram

Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Basket Zaragoza töpuðu sínum öðrum leik í röð í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta þegar þeir lutu í lægra haldi fyrir Unicaja Malaga, 104-78.

Messi skoraði í naumum argentínskum sigri

Lionel Messi lék sinn þúsundasta leik á ferlinum og skoraði þegar Argentína sigraði Ástralíu, 2-1, í sextán liða úrslitum á HM í Katar í kvöld. Argentínumenn mæta Hollendingum í átta liða úrslitum á föstudaginn.

Van Gaal kyssti Dumfries á blaðamannafundi

Louis van Gaal, þjálfari hollenska fótboltalandsliðsins, var ánægður með Denzel Dumfries eftir sigurinn á Bandaríkjunum, svo ánægður að hann smellti kossi á bakvörðinn á blaðamannafundi.

Sjá næstu 50 fréttir