Handbolti

Gísli og Ómar atkvæðamiklir í öruggum sigri - Viggó hetjan í dramatískum sigri á Flensburg

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Viggó var frábær í dag.
Viggó var frábær í dag. Vísir/Getty

Fjölmargir Íslendingar voru í eldlínunni í þýska handboltanum í dag.

Meistaralið Magdeburg vann nokkuð öruggan fjögurra marka sigur á Lemgo, 37-33, eftir að hafa leitt með þremur mörkum í leikhléi, 19-16.

Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon voru að venju atkvæðamiklir í sóknarleik meistaranna; gerðu fimm mörk hvor. Gísli bætti við fimm stoðsendingum og Ómar Ingi þremur.

Það var Íslendingaslagur í Leipzig þegar heimamenn fengu Flensburg í heimsókn. Leikurinn var æsispennandi allt til enda en heimamenn unnu að lokum eins marks sigur, 31-30, þar sem Viggó skoraði sigurmarkið á lokasekúndu leiksins.

Viggó var allt í öllu í sóknarleik Leipzig með níu mörk auk þess að gefa sex stoðsendingar. Teitur Örn Einarsson komst ekki á blað hjá Flensburg.

Leipzig heitasta lið deildarinnar síðan Rúnar Sigtryggsson tók við þjálfun liðsins fyrir rúmum mánuði.

Í Melsungen varð jafntefli í Íslendingaslag þegar heimaliðið tók á móti Arnóri Þór Gunnarssyni og félögum í Bergischer. 

Arnar Freyr Arnarsson var markahæstur í liði Melsungen með fimm mörk og Elvar Örn Jónsson gerði tvö mörk. Arnór Þór komst ekki á blað í liði Bergischer í leiknum sem lauk með jafntefli, 22-22.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.