Fleiri fréttir

HK kom ekki upp orði gegn Fram í Kórnum

Fram kjöldró HK, 16-35, þegar liðin áttust við í 9. umferð Olís-deildar kvenna í dag. Frammarar eru áfram í 4. sætinu og HK-ingar ennþá í áttunda og neðsta sætinu.

Hollendingar fyrstir í átta liða úrslitin

Holland komst fyrst liða í átta liða úrslit á HM í Katar eftir 3-1 sigur á Bandaríkjunum í dag. Denzel Dumfries var maður leiksins en hann skoraði eitt mark og lagði upp hin tvö fyrir Memphis Depay og Daley Blind. Haji Wright skoraði mark Bandaríkjamanna.

Stuðningsmannahópar United birta kröfugerð fyrir nýja eigendur

Yfir fimmtíu stuðningsmannahópar Manchester United hafa birt lista með kröfum fyrir mögulega nýja eigendur félagsins. Eigendur félagsins, Glazer-fjölskyldan, tilkynntu fyrir nokkru að þeir íhuga að selja félagið eftir að hafa átt það í 17 ár.

Gústi mætti dóttur sinni: Nú fer ég og kveiki aftur á mér heima

„Við náðum að keyra vel á þær í 60 mínútur og vorum að rúlla liðinu vel. Varnarleikurinn var góður, sérstaklega í seinni hálfleik,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, eftir tólf marka sigur á Selfossi, í Olís-deild kvenna í dag, lokatölur 35-23.

Pele settur í lífslokameðferð

Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele hefur verið settur í lífslokameðferð af læknum á Albert Einstein sjúkrahúsinu í Sao Paulo. Þessi ákvörðun var tekin þar sem líkami hans er hættur að svara geislameðferð vegna krabbameins í þörmum.

Gabriel Jesus ekki meira með í Katar

Brasilíski framherjinn Gabriel Jesus verður ekki meira með á heimsmeistaramótinu í Katar vegna meiðsla. Jesus meiddist á hné gegn Kamerún í gær og leikur vafi á því hvort hann verði klár í slaginn þegar enska úrvalsdeildin hefst á ný í lok mánaðarins.

Pulisic klár í slaginn gegn Hollendingum

Christian Pulisic hefur fengið grænt ljós frá læknum bandaríska knattspyrnulandsliðsins eftir meiðslin sem hann varð fyrir gegn Íran. Hann verður því klár í slaginn þegar 16-liða úrslit heimsmeistarakeppninnar hefjast í dag.

„Dómarar elska að taka ástríðuna úr leiknum“

Brynjar Þór Björnsson var allt annað en ánægður með tæknivillur sem dæmdar voru á Pétur Rúnar Birgisson, leikmann Tindastóls, í leik gegn Haukum í Subway-deildinni. Brynjar Þór vill að leikmenn fái að sýna meiri tilfinningar inni á vellinum.

Fjörutíu stig Antetokounmpos dugðu ekki gegn Lakers

Anthony Davis skoraði 44 stig og tók 10 fráköst þegar Los Angeles Lakers vann góðan sigur á Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt. Lebron James fór uppfyrir Magic Johnson á lista yfir stoðsendingahæstumenn sögunnar.

Einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn

Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson komst ekki í gegnum niðurskurðinn á In­vestec South African mót­inu á Evr­ópu­mótaröðinni í golfi sem er nú í gangi í Jóhannesarborg. Guðmundur Ágúst lauk keppni á öðrum hring í morgun.

„Þau verða ekki fjöl­skyldan mín í leiknum“

„Það verður örugglega mjög skrítið. Líka skrítið að hita upp hinum megin, fara í hinn klefann og svona. Við gerum gott úr þessu, en þau verða ekki fjölskyldan mín í leiknum,“ sagði Ásdís Þóra Ágústsdóttir. Hún verður í eldlínunni þegar Selfoss mætir Val á Hlíðarenda í Olís deild kvenna í dag, laugardag. Það vill svo skemmtilega til að Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, er faðir Ásdísar Þóru.

Adam Örn í Fram

Bakvörðurinn Adam Örn Arnarson hefur gert tveggja ára samning við Fram. Félagið greindi frá þessu í kvöld.

Bæði lið áfram eftir magnaðan sigur Kóreumanna

Suður-Kórea afrekaði það að vinna Portúgal, 2-1, í lokaumferð H-riðils á HM karla í fótbolta og það dugði liðinu til að komast í 16-liða úrslit á fleiri skoruðum mörkum en Úrúgvæ.

Finnur útskýrir fjarveru sína

Körfuboltaþjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson hefur nú greint frá ástæðu þess að hann er kominn í leyfi frá störfum sínum hjá Íslandsmeisturum Vals.

Finnur ekki með Val af fjölskylduástæðum

Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals í körfubolta, verður ekki á hliðarlínunni í kvöld þegar liðið tekur á móti Keflavík í stórleik í Subway-deild karla.

Sjá næstu 50 fréttir