Handbolti

Aron öflugur í öruggum sigri Álaborgar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Aron Pálmarsson átti góðan leik í kvöld.
Aron Pálmarsson átti góðan leik í kvöld. Álaborg

Aron Pálmarsson lét til sín taka þegar Álaborg vann öruggan sigur í Lemvig í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Leiknum lauk með sjö marka sigri Álaborgar, 29-36, eftir að liðið hafði leitt með fimm mörkum í leikhléi, 13-18.

Aron skoraði þrjú mörk auk þess að leggja upp fimm mörk. 

Sveitungi hans úr FH, Daníel Freyr Andrésson, stóð á milli stanganna hjá Lemvig og varði fjögur skot.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.