Handbolti

Viktor Gísli hafði betur í uppgjöri íslensku markvarðanna í Frakklandi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Viktor Gísli Hallgrímsson.
Viktor Gísli Hallgrímsson. Twitter@ehfcl

Það var Íslendingaslagur markvarða í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld þegar Nantes og Selestat áttust við.

Nantes hefur á að skipa töluvert sterkara liði sem er að berjast á toppnum á meðan Selestat er án stiga á botni deildarinnar. Leikurinn í dag var í takti við stöðu liðanna í deildinni.

Nantes vann öruggan sigur, 31-24, og átti Viktor Gísli góðan leik á milli stanganna en hann varði tólf skot af þeim 25 sem hann fékk á sig og var með 48% markvörslu.

Grétar Ari átti ágætis frammistöðu þær mínútur sem hann spilaði og varði sex af þeim fimmtán skotum sem hann fékk á sig; markvarsla upp á 40%.

Báðir eru þeir í 35 manna hópi íslenska landsliðsins fyrir HM í handbolta sem fram fer í næsta mánuði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.