Fleiri fréttir

Allt jafnt í toppslag A-riðils

Holland og Ekvador skiptu stigunum á milli sín er liðin gerðu 1-1 jafntefli í annarri umferð riðlakeppni HM í dag. Liðin eru nú jöfn á toppi A-riðils með fjögur stig hvort og nákvæmlega sömu markatölu.

Sjáðu þrumuræðu Renards sem kveikti í Sádum

Hervé Renard, þjálfari sádí-arabíska fótboltalandsliðsins, vann heldur betur fyrir kaupinu sínu í hálfleik í leiknum gegn Argentínu á HM 2022. Sádar voru 1-0 undir í hálfleik en þrumuræða Renards kveikti heldur betur í þeim og þeir skoruðu tvö mörk í byrjun seinni hálfleiks og tryggði sér sigurinn.

Skoraði sitjandi frá þriggja stiga línunni

Bandaríska körfuboltakonan Madison Cox er ein af fáum leikmönnum í sögu skóla síns sem hefur skorað yfir þúsund stig fyrir körfuboltalið skólans og það þarf ekki að koma neinum á óvart sem sáu hana skora magnaða körfu á dögunum.

Arnór Sveinn aftur heim

Íslandsmeistarar Breiðabliks halda áfram að þétta raðirnar og hafa fengið Arnór Svein Aðalsteinsson aftur heim frá KR.

Sjö nýliðar í stóra HM-hópnum

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur tilkynnt hvaða 35 leikmenn koma til greina í íslenska hópinn fyrir HM 2023.

Einar Karl til Grindavíkur

Grindavík hefur fengið góðan liðsstyrk í Lengjudeild karla því Einar Karl Ingvarsson er genginn í raðir liðsins.

Íran uppskar í blálokin gegn tíu Walesverjum

Íran á fína möguleika á að komast í 16-liða úrslit á HM karla í fótbolta eftir að hafa skorað tvö mörk seint í uppbótartíma og unnið Wales, 2-0, í B-riðli.

Klára Eystrasaltshringinn í janúar

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta leikur tvo vináttulandsleiki á Algarve á Spáni í janúar. Ísland mætir Eistlandi 8. janúar og Svíþjóð fjórum dögum síðar.

Klopp fær meiri völd hjá Liverpool

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fær að hafa meira um það að segja hvaða leikmenn félagið kaupir eftir að Julian Ward hættir störfum.

Kane klár í slaginn og Englendingar geta andað léttar

Stuðningsmenn enska landsliðsins í knattspyrnu geta andað léttar eftir að þjálfari liðsins, Gareth Southgate, tilkynnti að framherjinn og fyrirliðinn Harry Kane yrði klár í slaginn er liðið mætir Bandaríkjunum á HM í Katar annað kvöld.

Guðrún og stöllur máttu þola tap í Portúgal

Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í sænska liðinu Rosengård máttu þola 1-0 tap er liðið heimsótti Benfica í þriðju umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

„Það sem að ég fékk var þetta ógeðslega ÍR-attitjúd“

„Við erum búnir að tapa fullt af leikjum í röð þannig að þetta var geggjað. Þetta var frábær frammistaða svona heilt yfir,“ segir Ísak Máni Wíum, hinn ungi þjálfari ÍR, eftir dýrmætan og sætan sigur gegn Þór úr Þorlákshöfn í Breiðholti í kvöld, 79-73, í Subway-deildinni í körfubolta.

„Þetta var klaufalegt“

Einar Jónsson, þjálfari Fram, var mjög ánægður með strákana sína í kvöld sem að þurftu að sætta sig við tap á móti sterku liði ÍBV.

„Þetta var mjög þungt“

Grindvíkingar máttu þola stórt tap gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld, lokatölur 94-65 þar sem Grindvíkingar náðu aldrei upp neinum takti í sinn leik og hittu afleitlega fyrir utan þriggjastiga línuna. Jóhann Þór Ólafsson þjálfari þeirra var vonsvikinn með frammistöðu sinna manna og sagði þá ekki hafa sýnt sitt rétta andlit í leiknum.

Richarlison stal senunni er Brassar yfirspiluðu Serba

Brasilíumenn sýndu sambatakta er liðið vann öruggan 2-0 sigur gegn Serbíu í fyrsta leik liðanna á heimsmeistaramótinu í Katar. Það var þó framherji liðsins, Richarlison, sem stal senunni, en hann skoraði bæði mörk leiksins.

Glódís og stöllur fengu skell í Meistaradeildinni

Glódís Perla Viggósdóttir stóð vaktina í vörn Bayern München er liðið heimsótti Barcelona í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Heimakonur í Barcelona unnu öruggan 3-0 sigur og sitja nú einar á toppi D-riðils.

Ronaldo fyrstur til að skora á fimm heimsmeistaramótum

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano ROnaldo varð í dag sá fyrsti í sögunni til að skora á fimm mismunandi heimsmeistaramótum. Ronaldo skoraði fyrsta mark Portúgal er liðið vann 3-2 sigur gegn Gana.

„Íshokkíkóngurinn“ er látinn

Fyrrverandi íshokkíkappinn Börje Salming lést í dag, 71 árs að aldri. Hann tilkynnti í ágúst á þessu ári að hann glímdi við MND-sjúkdóminn sem að lokum dró hann til dauða. Gælunafn Salming á íshokkísvellinu var The King eða Kóngurinn.

Ganverjar bitu frá sér en Portúgal tók stigin þrjú

Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu höfðu betur í sínum fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í Katar er liðið vann 3-2 sigur gegn Gana í fjörugum leik þar sem öll fimm mörkin voru skoruð í síðari hálfleik.

„Hann er náttúrulega bara Herra Þorlákshöfn“

Emil Karel Einarsson átti frábæran leik með Þór þegar liðið vann loksins leik í Subway deildinni en sigurinn kom á móti einu af efstu liðum deildarinnar og eftir að Þórsliðið hafði lent í miklu mótlæti.

Sjá næstu 50 fréttir