Körfubolti

Skoraði sitjandi frá þriggja stiga línunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Madison Cox er búin að velja NC State skólann og muna spila  þar í háksólaboltanum næstu árin.
Madison Cox er búin að velja NC State skólann og muna spila  þar í háksólaboltanum næstu árin. Instagram/@maddiecox_23

Bandaríska körfuboltakonan Madison Cox er ein af fáum leikmönnum í sögu skóla síns sem hefur skorað yfir þúsund stig fyrir körfuboltalið skólans og það þarf ekki að koma neinum á óvart sem sáu hana skora magnaða körfu á dögunum.

Madison Cox er að spila með Lady Jaguars sem er körfuboltalið Flower Mound skólans í Texas fylki í Bandaríkjunum.

Karfa hennar á dögunum kom fyrir augu margra í Bandaríkjunum og ekki af ástæðulausu enda sýndi hún þá ótrúleg og óvenjuleg tilþrif.

Madison eða Maddie eins og hún kallar sig rann þá með boltann á vellinum þegar hún ætlaði í þriggja stiga skot.

Maddie dó ekki ráðalaus því henni tókst að losa sig frá varnarmanni og skora frá þriggja stiga línunni þrátt fyrir ná ekki að standa upp.

Hún skoraði sem sagt sitjandi frá þriggja stiga línunni eins og sjá má hér í fréttinni frá tveimur ólíkum sjónarhornum.

Maddie var í miklum ham þessa daga því hún skorað 55 stig í tveimur leikjum og mörg þeirra skoraði hún með þriggja stiga skotum.

Maddie sat hins vegar því miður á þriggja stiga línunni í þessu skoti og fékk því aðeins tvö stig fyrir þessa ótrúlegu körfu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×