Madison Cox er að spila með Lady Jaguars sem er körfuboltalið Flower Mound skólans í Texas fylki í Bandaríkjunum.
What do you do when you slip at the 3 point line but no one is guarding you? Shoot the ball! 55 points in 2 games/wins for @maddiecox_23 #SCTop10 pic.twitter.com/Nv0DH1SYUx
— Dennis Cox (@fmcoxfamily) November 11, 2022
Karfa hennar á dögunum kom fyrir augu margra í Bandaríkjunum og ekki af ástæðulausu enda sýndi hún þá ótrúleg og óvenjuleg tilþrif.
Madison eða Maddie eins og hún kallar sig rann þá með boltann á vellinum þegar hún ætlaði í þriggja stiga skot.
Maddie dó ekki ráðalaus því henni tókst að losa sig frá varnarmanni og skora frá þriggja stiga línunni þrátt fyrir ná ekki að standa upp.
Hún skoraði sem sagt sitjandi frá þriggja stiga línunni eins og sjá má hér í fréttinni frá tveimur ólíkum sjónarhornum.
Maddie var í miklum ham þessa daga því hún skorað 55 stig í tveimur leikjum og mörg þeirra skoraði hún með þriggja stiga skotum.
Maddie sat hins vegar því miður á þriggja stiga línunni í þessu skoti og fékk því aðeins tvö stig fyrir þessa ótrúlegu körfu.