Handbolti

Sjáðu Eyjamenn taka „Dúrí dara dúrí dara dúrí dei“ í návígi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kári Kristján Kristjánsson hafði mjög gaman af þessu eins og sjá má.
Kári Kristján Kristjánsson hafði mjög gaman af þessu eins og sjá má. Instagram/@ibv_handbolti

Eyjamenn unnu nauðsynlegan sigur í Olís deild karla í handbolta í gær þegar liðið sótti þá tvö stig til Framara í Úlfarsárdal.

ÍBV hafði tapað með tíu mörkum á móti Haukum í leiknum á undan og fengu í kjölfarið talsverða gagnrýni enda var Eyjaliðið búið að tapa þremur af síðustu fjórum leikjum í deildinni.

Seinni bylgjan kallaði eftir því að fá Björn Viðar Björnsson aftur í markið og hann kom aftur inn í fjarveru Petars Jokanovic sem fékk rautt spjald í Haukatapinu.

Handboltasíða ÍBV á Instagram var að sjálfsögðu ánægð með sigurinn og setti inn myndband af leikmönnum liðsins taka sigursönginn eftir leik.

Þar erum við að tala um lagið Slor og skítur sem flestir þekkja sem dúrí dara dúrí dara dúrí dei sönginn.

Hér fyrir neðan má sjá Eyjamenn taka „Dúrí dara dúrí dara dúrí dei“ í návígi og auðvitað fer Kári Kristján Kristjánsson þar á kostum. Það er ekki hægt að sjá annað en að sigurinn hafi farið einstaklega vel í menn í gærkvöldi.

Fyrir þá sem vilja sjá textann á þessu lagi Guðmundar Rúnars Lúðvíkssonar þá er hann hér fyrir neðan.

Slor og skítur

  • Höldum strax í slor og skít,
  • til Vestmannaeyja í svaka frík.
  • Þar má monní meika já,
  • þar má líka sofa hjá.
  • Dúrí dara dúrí dara dúrí dei ...
  • Dúrí dara dúrí dara dúrí dei ...
  • Dúrí dara dúrí dara dúrí dei ...
  • Við erum hjá þér HeimaeyFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.