Fleiri fréttir

Uppreisn á Spáni: Vilja þjálfarann burt og sambandið hótar bönnum
15 leikmenn spænska kvennalandsliðsins í fótbolta hafa hafnað því að vera í landsliðshópnum fyrir komandi verkefni. Þær vilja ekki spila fyrir þjálfarann Jorge Vilda.

Stuðningsmenn West Ham oftast teknir fastir | Manchester-liðin þar á eftir
Ólæti fótboltaáhorfenda hafa verið mikið til umræðu á Englandi eftir að takmörkunum sökum kórónuveirufaraldursins var lyft. Bresk stjórnvöld í samstarfi við knattspyrnuyfirvöld stefna á aðgerðir til að takast á við vandamálið.

Ísak kunni varla að synda en sló svo líklega heimsmet í Ironman
Ísak Norðfjörð hafði gaman af því að taka fram úr pabba sínum og setti að öllum líkindum heimsmet þegar hann kláraði Ironman þríþrautina á Ítalíu, aðeins 18 ára og eins dags gamall. Samt segist hann varla hafa kunnað að synda fyrir hálfu ári síðan.

Mourinho slær í gegn í nýju lagi Stormzy
José Mourinho, þjálfari Roma á Ítalíu, er í nýju lagi breska tónlistarmannsins Stormzy og á hlutverk í myndbandinu við lagið að auki.

Federer og Nadal taka höndum saman í lokaleik Svisslendingsins
Svissneski tenniskappinn Roger Federer ætlar sér að leggja spaðann á hilluna eftir tvíliðaleikinn á Laver Cup sem hefst í dag í London. Með honum í liði verður gamall andstæðingur hans til margra ára, Rafael Nadal.

Dagskráin í dag: Stórleikur í Olís-deildinni og Dusty mátar sig við stóru liðin
Sportrásir Stöðvar 2 bjóða alls upp á tólf beinar útsendingar úr hinum ýmsu íþróttagreinum í dag.

Segir ekki rétt að þau hafi einfaldlega látið af störfum: „Við vorum rekin!“
Rakel Logadóttir og Jón Steindór Þorsteinsson tóku við kvennaliði Fylkis í október á seinasta ári. Þau voru látin fara frá félaginu fyrr í dag, en Rakel segir það ekki rétt að þau hafi einfaldlega „látið af störfum.“

Sturla Snær leggur skíðin á hilluna
Sturla Snær Snorrason, landsliðsmaður í alpagreinum, hefur ákveðið að leggja keppnisskíðin á hilluna, 28 ára að aldri.

Einar: Við fokkuðum upp lokamínútunni í síðasta leik og nú klárum við þetta
Fram sigraði í kvöld Aftureldingu upp í Úlfarsárdal með tveimur mörkum, 28-26 lokatölur. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var að vonum ánægður með leik og hugarfar sinna manna.

„Kemur mikill talandi og reynsla með tilkomu Arons í hjarta varnarinnar“
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var sáttur við varnarleik lærisveina sinna þegar liðið vann 1-0 sigur gegn Venesúela í vináttualandsleik í Vínarborg í dag.

Umfjöllun og viðtöl: Fram-Afturelding 28-26 | Framarar enn taplausir eftir þrjár umferðir
Fram vann í kvöld sinn annan sigur í Olís-deild karla þetta tímabilið með sigri á Aftureldingu í Úlfarsárdal. Lokatölur 28-26, í kaflaskiptum spennutrylli.

Skiptist á við kærustuna að keyra og er klár gegn Tékkum
KA-maðurinn Sveinn Margeir Hauksson var kallaður inn í U21-landsliðið vegna meiðsla Kristals Mána Ingasonar, fyrir umspilið mikilvæga við Tékkland um sæti á EM.

Umfjöllun og viðtal: Haukar - Selfoss 27-26 | Haukar unnu í spennutrylli að Ásvöllum
Haukar unnu eins marks sigur á Selfossi í þriðju umferð Olís-deildar karla í handknattleik í kvöld. Lokatölur 27-26 þar sem Stefán Huldar Stefánsson markvörður Hauka var hetja þeirra í lokin.

„ Við ætlum að njóta í kvöld en þetta er langhlaup“
„Mér líður náttúrulega bara mjög vel og nú féll þetta okkar megin. Þetta var alveg eins, næstum því, fyrir viku síðan á móti Selfossi og þá féll þetta ekki með okkur. Það var mjög þung vika og erfitt að tapa, við erum allir keppnismenn en núna erum við allir mjög glaðir. Við ætlum að njóta í kvöld en þetta er langhlaup,“ sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, eftir sigur á Stjörnunni í kvöld.

Rúnar: Síðustu tuttugu mínúturnar spiluðum við 5-0 vörn, það var ekkert annað í boði
„Við vorum ekki jafn beittir fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik eins og við vorum í fyrri. Síðustu tuttugu mínúturnar í leiknum erum við bara meira og minna einum færri. Þetta var mjög strembið, mér fannst við alltaf vera einum færri,“ sagði Rúnar Sigtryggsson þjálfari Hauka eftir eins marks sigur hans manna gegn Selfyssingum í Olís-deildinni í kvöld.

Lék sinn fyrsta landsleik 38 ára og hélt hreinu
Hollendingar héldu sæti sínu á toppi riðils fjögur í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta er liðið vann 0-2 útisigur gegn Pólverjum í kvöld. Hinn 38 ára gamli Remko Pasveer stóð vaktina í marki Hollendinga, en hann var að leika sinn fyrsta landsleik á ferlinum.

Umfjöllun og viðtöl: ÍBV-ÍR 43-28 | Stórsigur Eyjamanna gegn nýliðum ÍR
ÍBV tók á móti ÍR í Olís-deild karla í handbolta í Vestmannaeyjum í kvöld. Eyjamenn í leit að sínum fyrsta sigri en ÍR með það í huga að sjokkera annað stórlið eftir sigur á Haukum. Golíat hafði hinsvegar betur gegn Davíð og vann ÍBV með fimmtán mörkum, 43-28.

Umfjöllun: Hörður-KA 27-31 | Fyrsti heimaleikur Harðar í efstu deild endaði með tapi
Hörður á Ísafirði spilaði sinn fyrsta heimaleik í efstu deild er KA mætti í heimsókn vestur á firði í kvöld. Gestirnir höfðu forystuna frá upphafi til enda og unnu að lokum fjögurra marka sigur, 27-31.

Fimm íslensk mörk í öruggum Meistaradeildarsigri Magdeburg
Íslendingalið Magdeburg vann öruggan marka sigur er liðið tók á móti PPD Zagreb í 2. umferð A-riðils Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld, .

Ljósleiðaradeildin í beinni: Fjögur lið í leit að sínum fyrsta sigri
Eins og önnur fimmtudagskvöld verður Ljósleiðaradeildin í CS:GO í beinni útsendingu hér á Vísi í kvöld. Alls fara fram þrjár viðureignir þar sem fjögur lið eru í leit að sínum fyrsta sigri.

„Staðráðinn í því að gera vel eftir að ég kom inná“
Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði sigurmark Íslands úr vítaspyrnu þegar liðið lagði Venesúela að velli í vináttulandsleik í Vín í dag. Ísak Bergmann sagði kærkomið að landa sigri þar sem sigurleikirnir hefðu ekki verið mjög margir á þessu ári.

Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 29-28 | Grótta vann á Nesinu
Grótta og Stjarnan áttust við á Seltjarnarnesi í Olís-deild karla í kvöld. Leikurinn var hnífjafn bróðurpart leiksins en áræðni Gróttumanna sigldi þessu heim. Lokatölur 29-28.

Guðlaugur Victor: Alltaf gott að spila með Aroni
Guðlaugur Victor Pálsson lék sinn fyrsta landsleik fyrir Íslands hönd í langan tíma er liðið vann 1-0 sigur gegn Venesúela í vináttulandsleik í kvöld.

„Ég var fullur tilhlökkunar fyrir þennan leik, ég get alveg viðurkennt það“
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, snéri aftir í íslenska landsliðið eftir rúmlega árs fjarveru er liðið vann 1-0 sigur gegn Venesúela í vináttulandsleik í Austurríki í dag. Hann segir það góða tilfinningu að leika fyrir Íslands hönd á ný.

Umfjöllun: Venesúela-Ísland 0-1 | Ísak tryggði íslenska liðinu sigur af vítapunktinum
Ísland bar sigur úr býtum með einu marki gegn engu þegar liðið mætti Venesúela í vináttulandsleik í fótbolta karla í úthverfi Vínarborgar í Austurríki í dag.

„Það þarf hjólbörur undir hreðjarnar á Kyler Murray“
Hann vann þennan leik upp á sitt einsdæmi, eru orð að sönnu um Kyler Murray, leikstjórnanda Arizona Cardinals, sem fór nánast einn síns liðs fyrir endurkomu liðsins í 29-23 sigri á Las Vegas Raiders í NFL-deildinni um helgina.

Bikarmeistararnir mega vel við una
Ríkjandi bikarmeistarar karla og kvenna í körfubolta geta ekki kvartað mikið yfir drættinum í 32- og 16-liða úrslit í dag.

Klikkaðist á karnivali á Kanarí
Spánverjinn David Silva, leikmaður Real Sociedad og fyrrum leikmaður Manchester City á Englandi, þarf að greiða sekt og bætur eftir að hafa játað sök í ofbeldismáli fyrir spænskum dómstólum.

Fangelsisdómurinn yfir Escobar staðfestur
Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir kólumbíska fótboltamanninum Andrés „Manga“ Escobar.

Aron Einar og Alfreð í byrjunarliðinu
Aron Einar Gunnarsson er í byrjunarliði Íslands sem mætir Venesúela í vináttulandsleik í Austurríki í dag.

Keflavík frumsýnir Bandaríkjamann í kvöld
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur samið við bandaríska leikmanninn Eric Ayala um að spila með liðinu í vetur.

Dusty mætir á BLAST: „Spenntir að sýna hvað við getum á móti alvöru andstæðingum“
Ljósleiðaradeildarmeistarar Dusty mæta til leiks á BLAST Premier mótinu í CS:GO í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport á morgun. Mótið er í raun forkeppni norðurlandana fyrir BLAST mótaröðina, sem mætti líkja við Evrópukeppni í rafíþróttum.

Þjálfari Boston verður settur í bann fyrir samband við samstarfskonu
Ime Udoka stýrir Boston Celtics væntanlega ekki á næsta tímabili. Hann verður settur í bann vegna sambands hans við samstarfskonu.

„Þeir héldu að þú myndir verða einn af bestu leikmönnum í heimi“
Arnar Freyr Theodórsson fór að „fikta“ við umboðsmennsku árið 2007 og hefur síðan tekið að sér marga handknattleiksmenn og kynnst ýmsu. Hann fékk eitt sinn að sjá skýrslu njósnara Barcelona um íslenskan leikmann sem spænska stórveldið taldi að yrði einn sá albesti í heimi í sinni stöðu.

Svona var hópurinn fyrir HM-umspilið kynntur
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, tilkynnti í dag leikmannahóp Íslands fyrir komandi umspil um sæti á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári.

Enginn vafi um Söru Björk en algjör óvissa um Karólínu
Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir er klár í slaginn með Íslandi í umspilinu um sæti á HM sem fram fer næsta sumar. Algjör óvissa ríkir hins vegar um bataferlið hjá Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur.

Þetta eru stelpurnar sem eiga að koma Íslandi á HM í fyrsta sinn
Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn eru í landsliðshópi kvennalandsliðs Íslands fyrir leikinn gegn Portúgal eða Belgíu 11. október, sem ræður því hvort Ísland kemst á HM í fyrsta sinn.

Leigir fimm samherjum sínum sem stökkva stundum í barnapössun
Óli Björn Vilhjálmsson, fyrirliði Harðar, segir að Ísfirðingar bíði í ofvæni eftir fyrsta heimaleik sínum í efstu deild. Þrátt fyrir að leikmenn Harðar komi víða að er leikmannahópurinn samheldinn sem sést best á búsetu erlendu leikmanna liðsins.

Stelpurnar okkar æfa í Portúgal en gætu þurft að fara til Belgíu
Kvennalandslið Íslands í fótbolta mun æfa í Algarve í Portúgal fyrir leikinn sem ræður úrslitum um það hvort liðið verður með á HM í Eyjaálfu næsta sumar.

„Eigum stóran séns á að gera vel“
Kristian Nökkvi Hlynsson segir að leikmenn íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta mæti brattir til leiks gegn Tékkum í umspili um sæti á EM á næsta ári. Hann unir hag sínum hjá Ajax vel.

Heimir: Launin eru nær því sem var hjá KSÍ en í Katar
Knattspyrnuþjálfarinn Heimir Hallgrímsson kom eflaust mörgum á óvart er hann ákvað að taka við landsliði Jamaíka. Skemmtilegt verkefni og nokkuð ævintýri.

Sjö hægri 1. umferðar: Stofnunin Hanna, vörutalning og árás í Kórnum
Keppni í Olís-deild kvenna í handbolta hófst í síðustu viku. Vísir tekur saman sjö eftirtektarverð atriði úr umferðinni.

Markvörður inn fyrir meiddan varnarmann
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, hefur neyðst til að gera tvær breytingar á sínum hópi nú þegar rúmur sólarhringur er í leikinn mikilvæga við Tékkland á Víkingsvelli.

Þykist vita að hún hafi slitið krossband í fjórða sinn
Mist Edvardsdóttur grunar sterklega að hún hafi slitið krossband í hné í leik Vals og Slavia Prag í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. Mist ætti að þekkja einkennin enda slitið krossband í þrígang.

Sá reynsluminnsti sló í gegn: „Þessi gæi er með flugeldasýningu“
Arnar Geir Hjartarson frá Sauðárkróki, sem byrjaði í pílukasti í fyrra, kom öllum á óvart og tryggði sig inn á úrslitakvöldið með sigri í fyrsta riðli Úrvalsdeildarinnar í pílukasti í gærkvöld.