Körfubolti

Bikarmeistararnir mega vel við una

Sindri Sverrisson skrifar
Haukakonur eiga titil að verja.
Haukakonur eiga titil að verja. VÍSIR/BÁRA

Ríkjandi bikarmeistarar karla og kvenna í körfubolta geta ekki kvartað mikið yfir drættinum í 32- og 16-liða úrslit í dag.

Stjarnan á titil að verja í VÍS-bikar karla og byrjar á útileik gegn 1. deildarliði Þórs á Akureyri í 32-liða úrslitum. Með sigri þar mætir liðið sigurliðinu úr leik Sindra og ÍR í 16-liða úrslitum, á heimavelli.

Stjarnan vann Þór Þorlákshöfn í bikarúrslitaleiknum á síðustu leiktíð.VÍSIR/BÁRA

Haukar unnu VÍS-bikar kvenna á síðustu leiktíð og byrja titilvörnina á heimaleik við sameinað lið Hamars og Þórs Þorlákshafnar. Stórleikur 16-liða úrslita kvenna er hins vegar leikur deildarmeistara Fjölnis við Val.

Í 32-liða úrslitum karla eru þrír úrvalsdeildarslagir því þar mætast Höttur og Þór Þorlákshöfn, Tindastóll og Haukar, og Valur og Breiðablik.

Leikið verður í bikarnum í seinni hluta október.

32-liða úrslit karla:

  • Höttur – Þór Þ.
  • KR – KR b
  • Sindri – ÍR
  • Álftanes – Keflavík
  • ÍA – Keflavík
  • Þór Ak. – Stjarnan
  • Tindastóll – Haukar
  • Þróttur V. – Njarðvík
  • Valur – Breiðablik

16-liða úrslit karla:

  • Þór Ak./Stjarnan – Sindri/ÍR
  • Grindavík – Ármann
  • Þróttur V./Njarðvík – Tindastóll/Haukar
  • Álftanes/Keflavík – Fjölnir
  • Valur/Breiðablik – Hrunamenn
  • ÍA/Selfoss – Höttur/Þór Þ.
  • Snæfell – Skallagrímur
  • KR/KR b – Hamar

16-liða úrslit kvenna:

  • Stjarnan – Þór Akureyri
  • ÍR – Ármann
  • Fjölnir – Valur
  • Aþena – Njarðvík
  • Snæfell – Breiðablik
  • KR – Grindavík
  • Keflavík – Tindastóll
  • Haukar – Hamar/Þór Þ.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×