Körfubolti

Keflavík frumsýnir Bandaríkjamann í kvöld

Sindri Sverrisson skrifar
Eric Ayala lék fyrir öflugt lið Maryland-háskólans.
Eric Ayala lék fyrir öflugt lið Maryland-háskólans. Getty/Justin Casterline

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur samið við bandaríska leikmanninn Eric Ayala um að spila með liðinu í vetur.

Ayala er 23 ára bakvörður, 196 sentímetrar á hæð, og útskrifaðist úr Maryland háskólanum á þessu ári.

Hann flaug til Íslands í gærmorgun og tók í gær sína fyrstu æfingu með Keflvíkingum, og verður með þeim í leiknum við Grindavík í Blue-höllinni í kvöld á Pétursmótinu.

Hér að neðan má sjá tilþrifasyrpu með Ayala frá því í fyrra, þegar hann fór í nýliðavalið fyrir NBA-deildina en hann var ekki valinn.

Ayala, sem á sínum tíma spilaði með U16-landsliði Púertó Ríkó, hafði fyrr í sumar verið sagður búinn að skrifa undir samning við ungverska félagið Sopron KC en ekkert varð af því að hann spilaði þar.

Keflavík hefur keppni í Subway-deildinni með heimaleik við Tindastól 7. febrúar og mætir svo Stjörnunni á útivelli sex dögum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×