Rúnar: Síðustu tuttugu mínúturnar spiluðum við 5-0 vörn, það var ekkert annað í boði Smári Jökull Jónsson skrifar 22. september 2022 21:40 Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Hauka, var ánægður með karakterinn sem hans menn sýndu í kvöld. Vísir/Vilhelm „Við vorum ekki jafn beittir fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik eins og við vorum í fyrri. Síðustu tuttugu mínúturnar í leiknum erum við bara meira og minna einum færri. Þetta var mjög strembið, mér fannst við alltaf vera einum færri,“ sagði Rúnar Sigtryggsson þjálfari Hauka eftir eins marks sigur hans manna gegn Selfyssingum í Olís-deildinni í kvöld. Haukar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, misstu niður fimm marka forskot í síðari hálfleik en sýndu karakter undir lokin þegar þeir tryggðu sér stigin tvö í erfiðri stöðu. „Adam var frábær í vörn og kemur í sóknina í restina og kemur með nokkur góð mörk. Atli Báru kemur af bekknum sterkur inn og hjálpar mikið og þetta skipti allt máli. Í restina þá snerist þetta bara um karakter því það var ekkert með okkur nema bara klukkan.“ Stefán Huldar Stefánsson kom inn í markið hjá Haukum um miðjan síðari hálfleik. Hann byrjaði rólega en varði nokkur skot alveg undir lokin og tryggði Haukum stigin tvö. „Við geymum hann þar til síðast. Þetta var frábær innkoma hjá honum og hann varði allavega réttu skotin í kvöld.“ Sóknarleikur Hauka var bitlaus lengi vel í síðari hálfleik en varnarlega stóðu þeir vel undir lokin, þá sérstaklega í undirtölu. „Við vorum með tvo leikmenn sem geta spilað í miðvörninni og þess vegna fórum við í 5-1 vörn og hún var í raun betri en 6-0 vörnin okkar. Við reyndum aftur að ræsa 6-0 í seinni hálfleik en síðustu tuttugu mínúturnar spiluðum við 5-0 vörn, það var ekkert annað í boði.“ Það hefur verið mikið rætt um óvænt Hauka gegn ÍR í síðustu umferð og afar mikilvægt í því ljósi fyrir Hauka að ná að klára leikinn í kvöld. „Það var gríðarlega mikilvægt útaf því að síðustu tuttugu mínúturnar voru svona erfiðar hjá okkur. Það var mjög sterkt karakterslega að ná þessu í gegn og halda þessu út. Stefán kemur inn af bekknum og á lykilvörslur, það var helvíti gott,“ sagði Rúnar að lokum. Olís-deild karla Haukar UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Selfoss 27-26 | Haukar unnu í spennutrylli að Ásvöllum Haukar unnu eins marks sigur á Selfossi í 3.umferð Olís-deildar karla í handknattleik. Lokatölur 27-26 þar sem Stefán Huldar Stefánsson markvörður Hauka var hetja þeirra í lokin. 22. september 2022 21:11 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Starf Amorims öruggt Enski boltinn Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Haukar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, misstu niður fimm marka forskot í síðari hálfleik en sýndu karakter undir lokin þegar þeir tryggðu sér stigin tvö í erfiðri stöðu. „Adam var frábær í vörn og kemur í sóknina í restina og kemur með nokkur góð mörk. Atli Báru kemur af bekknum sterkur inn og hjálpar mikið og þetta skipti allt máli. Í restina þá snerist þetta bara um karakter því það var ekkert með okkur nema bara klukkan.“ Stefán Huldar Stefánsson kom inn í markið hjá Haukum um miðjan síðari hálfleik. Hann byrjaði rólega en varði nokkur skot alveg undir lokin og tryggði Haukum stigin tvö. „Við geymum hann þar til síðast. Þetta var frábær innkoma hjá honum og hann varði allavega réttu skotin í kvöld.“ Sóknarleikur Hauka var bitlaus lengi vel í síðari hálfleik en varnarlega stóðu þeir vel undir lokin, þá sérstaklega í undirtölu. „Við vorum með tvo leikmenn sem geta spilað í miðvörninni og þess vegna fórum við í 5-1 vörn og hún var í raun betri en 6-0 vörnin okkar. Við reyndum aftur að ræsa 6-0 í seinni hálfleik en síðustu tuttugu mínúturnar spiluðum við 5-0 vörn, það var ekkert annað í boði.“ Það hefur verið mikið rætt um óvænt Hauka gegn ÍR í síðustu umferð og afar mikilvægt í því ljósi fyrir Hauka að ná að klára leikinn í kvöld. „Það var gríðarlega mikilvægt útaf því að síðustu tuttugu mínúturnar voru svona erfiðar hjá okkur. Það var mjög sterkt karakterslega að ná þessu í gegn og halda þessu út. Stefán kemur inn af bekknum og á lykilvörslur, það var helvíti gott,“ sagði Rúnar að lokum.
Olís-deild karla Haukar UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Selfoss 27-26 | Haukar unnu í spennutrylli að Ásvöllum Haukar unnu eins marks sigur á Selfossi í 3.umferð Olís-deildar karla í handknattleik. Lokatölur 27-26 þar sem Stefán Huldar Stefánsson markvörður Hauka var hetja þeirra í lokin. 22. september 2022 21:11 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Starf Amorims öruggt Enski boltinn Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Selfoss 27-26 | Haukar unnu í spennutrylli að Ásvöllum Haukar unnu eins marks sigur á Selfossi í 3.umferð Olís-deildar karla í handknattleik. Lokatölur 27-26 þar sem Stefán Huldar Stefánsson markvörður Hauka var hetja þeirra í lokin. 22. september 2022 21:11