Handbolti

Fimm íslensk mörk í öruggum Meistaradeildarsigri Magdeburg

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ómar Ingi Magnússon skoraði tvö mörk fyrir Magdeburg í kvöld.
Ómar Ingi Magnússon skoraði tvö mörk fyrir Magdeburg í kvöld. Twitter@SCMagdeburg

Íslendingalið Magdeburg vann öruggan  marka sigur er liðið tók á móti PPD Zagreb í 2. umferð A-riðils Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld, .

Eftir jafnar upphafsmínútur tóku heimamenn í Magdeburg frumkvæðið og náðu jafnt og þétt upp góðu forskoti. Magdeburg skoraði seinustu tvö mörk fyrri hálfleiksins og liðið fór því með fimm marka forystu inn í hálfleikshléið, staðan 17-12 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Íslendingaliðið hleypti gestunum svo aldrei nálægt sér í síðari hálfleik og Magdeburg vann að lokum öruggan tíu marka sigur, 35-25. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði þrjú mörk fyrir Magdeburg í kvöld og Ómar Ingi Magnússon tvö.

Magdeburg hefur nú unnið báða leiki sína í upphafi riðlakeppni Meistaradeildarinnar og trónir því á toppi A-riðils ásamt Telekom Vezprém sem einnig hefur unnið sína fyrstu tvo leiki.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.