Fleiri fréttir

Tvær sjöur í miklu stuði í kvöld - myndir

Jóhann Berg Guðmundsson og Cristiano Ronaldo skoruðu báðir þrennu fyrir sínar þjóðir í undankeppni HM í fótbolta í kvöld. Jóhann Berg tryggði Íslandi 4-4 jafntefli á útivelli á móti Sviss en Ronaldo tryggði Portúgal 4-2 útisigur á Norður-Írlandi.

Birkir: Þetta var alveg frábært

"Þetta er einn af ótrúlegustu leikjum sem ég hef tekið þátt í," sagði Birkir Bjarnason en hann átti stórleik í 4-4 leik Sviss og Íslands í kvöld.

Miroslav Klose jafnaði markamet Gerd Müller

Miroslav Klose skoraði fyrsta mark Þjóðverja í 3-0 sigri á Austurríki í kvöld í undankeppni HM en með þessu marki jafnaði hann 39 ára markamet Gerd Müller. Thomas Müller og Toni Kroos innsigluðu síðan öruggan sigur þýska liðsins en liðið er með fimm stiga forskot á toppi síns riðils.

Ragnar gat ekki fagnað með Jóa

"Þetta var frábært. Algjörlega frábært eftir stöðuna sem við vorum komnir í," sagði varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson eftir 4-4 leikinn gegn Sviss í kvöld.

Ronaldo gerði þrennu fyrir Portúgal í kvöld

Portúgalinn Cristiano Ronaldo gerði, rétt eins og Jóhann Berg Guðmundsson, þrennu fyrir þjóð sína í kvöld þegar liðið bar sigur úr býtum gegn Norður Írlandi á þeirra heimavelli.

Hannes: Þetta var ótrúlegt

Hannes Þór Halldórsson fékk á sig fjögur mörk í kvöld en hann gat engu að síður brosað eftir leik eins og félagar hans.

SönderjyskE tapaði sínum fyrsta leik

Íslendingaliðið SönderjyskE tapaði með sjö marka mun á móti sterku liði Midtjylland, 21-28, í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta kvenna í kvöld en þetta var fyrsti deildarleikur Karenar Knútsdóttur, Stellu Sigurðardóttur og Ramune Pekarskyt með danska liðinu. Rut Jónsdóttir og félagar í Team Tvis Holstebro unnu á sama tíma 28-25 útisigur á Nykøbing Falster HK.

Ljónin ekki í vandræðum í Minden

Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í Rhein-Neckar Löwen áttu ekki í miklum vandræðum í tíu marka sigri á TSV GWD Minden, 30-20, í Íslendingaslag í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Flensburg-Handewitt tapaði hinsvegar á útivelli á móti Magdeburg.

Fjör hjá íslensku stuðningsmönnunum fyrir leik

Það var gaman hjá stuðningsmönnum íslenska landsliðsins fyrir leikinn á móti Sviss á Stade de Suisse í Bern í kvöld en leikurinn er í undankeppni HM og mjög mikilvægur fyrir framhaldið þar sem íslensku strákarnir ætla að berjast um laus sæti á HM í Brasilíu.

Norðmenn upp í annað sætið í okkar riðli

Noregur er komið upp í annað sætið í riðli Íslands í bili að minnsta kosti eftir 2-0 heimasigur á Kýpur í kvöld. Tarik Elyounoussi og Joshua King skoruðu mörk Norðmanna í þessum leik á Ullevaal Stadion í Osló.

Ragnar: Verðum að berja á þeim

Það verður væntanlega nóg að gera hjá Ragnari Sigurðssyni og félögum í vörn Íslands í kvöld enda Sviss með afar spræka sóknarmenn.

Segir Mexíkó geta orðið einn af hápunktum Formúlu 1

Formúla 1 snýr aftur til Mexíkó á næsta keppnistímabili í fyrsta skipti í tuttugu ár. Sergio Perez, fremsti ökumaður Mexíkó, telur að keppnin í Mexíkó verði einn af hápunktum keppnistímabilsins.

Rúmur milljarður fyrir að komast á HM

Það er til mikils að vinna að komast í úrslitakeppnina á HM í fótbolta. Stjórnarmaður svissneska knattspyrnusambandsins, Peter Stadelmann, segir í samtali við Berner Zeitung að enn sé ekki ljóst hve háa fjárhæð hvert knattspyrnusamband fái í sinn hlut.

Ballið byrjar í badmintoninu

Badmintonfólk landsins hefur keppni á einliðaleiksmóti TBR í kvöld. Mótið markar upphaf keppnistímabilsins og er það fyrsta í mótaröð Badmintonsambandsins.

Þjóðverjar töpuðu aftur og Bosníumenn risu upp frá dauðum

Úkraína er búið að vinna þrjá fyrstu leiki sína á Evrópumótinu í körfubolta eftir fimm stiga sigur á Þýskalandi í dag, 88-83. Bosníumenn unnu á sama tíma sex stiga sigur á Svartfjallalandi, 76-70, eftir ótrúlega endurkomu í lokin þar sem liðið vann upp tólf stiga mun í fjórða leikhlutanum.

Birgir Leifur fékk tvo skramba og hrundi niður listann

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG og Íslandsmeistari í höggleik árið 2013, náði ekki að fylgja eftir frábærum fyrsta hring á Open Blue Green Côtes d'Armor Bretagne golfmótinu í Frakklandi en hann þurfi átta fleiri högg til að klára annan hringinn í dag. Tveir skrambar fóru illa með Íslandsmeistarann á seinni níu og Birgir Leifur hrundi niður listann eftir að hafa verið í toppbaráttunni eftir fyrstu 18 holurnar.

Gunnleifur: Ég er hættur að æsa mig

Reynsluboltinn Gunnleifur Gunnleifsson var pollslakur er Vísir hitti á hann í gær. Sat með kaffibolla í góða veðrinu og hafði ekki miklar áhyggjur af lífinu.

Minna blóð á tönnunum eftir Wimbledon

Andy Murray, sem féll óvænt en sannfærandi úr leik gegn Stanislas Wawrikna frá Sviss í átta manna úrslitum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í gær, viðurkennir að eiga erfitt með að gíra sig upp í keppni eftir sigurinn á Wimbledon í sumar.

Er Cristiano Ronaldo ennþá dýrasti knattspyrnumaður heims?

Spænska blaðið AS slær því upp á vefsíðu sinni í dag að forráðamenn Real Madrid hafi sagt við Cristiano Ronaldo að hann væri enn dýrasti knattspyrnumaður heims. Real Madrid heldur því fram að félagið hafi ekki borgað eins mikið fyrir velska landsliðsmanninn Gareth Bale.

Gylfi: Verðum að nýta færin

Gylfi Þór Sigurðsson hefur farið mikinn með íslenska landsliðinu í undankeppni HM og liðið þarf á töfrum hans að halda í leiknum gegn Sviss í kvöld.

Manning í meta-ham í fyrsta leik

Peyton Manning varð í nótt fyrsti leikstjórnandinn í 44 ár til þess að senda sjö snertimarkssendingar í einum og sama leiknum í ameríska fótoboltanum þegar lið hans Denver Broncos vann 49-27 á NFL-meisturum Baltimore Ravens í opnunarleik NFL-tímabilsins.

Byrjar ekki vel hjá Demichelis hjá Manchester City

Manchester City keypti argentínska varnarmanninn Martin Demichelis rétt áður en félagsskiptaglugginn lokaði á dögunum og ætlunin var að styrkja vörn liðsins sem hefur ekki verið alltof sannfærandi í upphafi tímabilsins.

Birkir: Megum ekki pakka í vörn

"Þetta er mjög sterkt lið en við spiluðum okkar besta leik á móti þeim heima. Við reynum að horfa á það og gera okkar besta," sagði Birkir Bjarnason en hann verður í átökum gegn Sviss í kvöld.

Jóhann Berg þarf engan Range Rover

"Það er ákveðin gryfja sem myndast í Kaplakrika. Völlurinn er mjög lágur og ekki þessi hlaupabraut eins og í Laugardalnum,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður Íslands.

Samstarfi HSÍ og N1 lokið

Efstu deildir karla og kvenna í handbolta í vetur munu ekki bera nafn N1 líkt og undanfarin sex ár.

Birgir Leifur í toppbaráttunni í Frakklandi

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG og Íslandsmeistari í höggleik í ár, byrjaði vel á Open Blue Green Côtes d'Armor Bretagne golfmótinu í Frakklandi sem stendur hún yfir en hann var annar eftir fyrsta hringinn. Birgir Leifur lék fyrstu 18 holurnar á 65 höggum eða á fimm höggum undir pari.

Alonso blæs á sögusagnir

Fernando Alonso, ökumaður hjá Ferrari í Formúlu 1, segir ekkert hæft í sögusögnum þess efnis að hann ætli að söðla um eða taka sér frí frá íþróttinni.

Víkingar mörðu sigur á Þrótti

Þorbergur Aðalsteinsson var mættur á hliðarlínuna á nýjan leik í gærkvöldi þegar Víkingur lagði Þrótt 26-23 í Reykjavíkurmótinu í handbolta.

Valdi Lambert fram yfir Defoe

Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Moldóvu í undankeppni HM á Wembley í kvöld.

Arsenal missteig sig

Katrín Ómarsdóttir og félagar í Liverpool hafa fjögurra stiga forskot á Arsenal á toppi efstu deildar ensku knattspyrnunnar.

Steinunn og Sigríður í stuði

HK lagði Fylki 28-26 og Íslandsmeistarar Fram lögðu Gróttu 25-21 í fyrstu umferð Subway-mótsins á Seltjarnarnesi í gærkvöldi.

Alfreð glímir við meiðsli og tæpur fyrir leikinn í kvöld

Meiðsli hafa verið að plaga íslenska liðið í undirbúningi leiksins. Emil Hallfreðsson er farinn heim vegna sinna meiðsla og þeir Sölvi Geir Ottesen og Gunnar Heiðar Þorvaldsson æfðu ekkert síðustu tvo daga vegna meiðsla. Alfreð Finnbogason hefur aftur á móti verið að taka þátt í æfingum síðustu daga en ekki var endilega búist við því.

Stig með okkur heim væri frábært afrek

Eiður Smári Guðjohnsen og Gunnleifur Gunnleifsson gætu komið inn í byrjunarlið Íslands í kvöld. Gunnleifur varði mark Íslands í síðasta leik og hefur staðið sig vel í sumar. Eiður Smári hefur aftur á móti átt flottar innkomur í liðið og breytt spili liðsins.

Sjá næstu 50 fréttir