Fótbolti

Gylfi: Ein fallegasta þrenna sem ég hef séð

Henry Birgir Gunnarsson í Bern skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson var ein af hetjum íslenska liðsins í kvöld en hann átti algjörlega magnaðan leik er Ísland kom til baka gegn Sviss og landaði 4-4 jafntefli.

"Tilfinningin er auðvitað frábær. Við vorum kannski ekki sáttir hálfleik en við erum mjög sáttir núna," sagði Gylfi glaðbeittur eftir leik.

"Það var kannski ekki mjög mikil trú í hálfleik en við vissum að ef við skoruðum kannski eitt mark þá væri eitthvað hægt. Þetta var mjög erfitt í 4-1 en Kolli náði að skora strax og þá var enn smá von."

Gylfi lagði upp tvö af þremur mörkum Jóhanns Bergs í kvöld og hann hrósaði félaga sínum.

"Þetta var ein fallegasta þrenna sem ég hef séð. Ég held að hann verði í byrjunarliðinu í næsta leik," sagði Gylfi léttur.

"Þetta sýnir karakterinn í liðinu. Hvað við erum saman í þessu og við ætlum að halda draumnum á lífi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×