Jóhann Berg þarf engan Range Rover Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. september 2013 11:45 Jóhann Berg á landsliðsæfingu á Laugardalsvelli. Mynd/Anton „Það er ákveðin gryfja sem myndast í Kaplakrika. Völlurinn er mjög lágur og ekki þessi hlaupabraut eins og í Laugardalnum,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður Íslands. Jóhann Berg var í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu 977 í gær. Þar var Jóhann spurður hvort ekki væri hægt að mynda betri stemmningu í Kaplakrika, líkt og þegar 21 árs landsliðið spilaði þar, heldur en í Laugardalnum. Kantmaðurinn úr Kópavogi benti á að ef byggðar yrðu stúkur við enda vallarins úr Kaplakrika væri kominn alvöru leikvangur í Hafnarfirði. Hins vegar væri Laugardalsvöllur heimavöllur landsliðsins og það þyrfti að gera eins vel og hægt er úr því. Harmageddon-bræður, Þeir Frosti Logason og Máni Pétursson, gengu á Jóhann Berg sem spilar sem atvinnumaður með AZ Alkmaar í Hollandi. Spurðu þeir kappann hvort hann lifði eins og rokkstjarna ytra. „Ekki alveg eins og rokkstjarna en þetta er mjög gott líf. Maður æfir einu sinni á dag og hefur svo allan daginn til að kíkja í golf eða slaka á og horfa á sjónvarpið. Þetta er ekki stressandi,“ sagði Jóhann Berg. Landsliðsmaðurinn er liðsfélagi Arons Jóhannssonar hjá AZ. Aron valdi sem kunnugt er að spila með bandaríska landsliðinu á dögunum frekar en því íslenska. „Maður skýtur stundum á hann en ekkert alvarlegt. Maður er ekkert að fara að hengja hann fyrir að hafa valið þetta. Þetta er hans ákvörðun,“ sagði Aron. Hann grínaðist með að Aron þyrfti að sætta sig við að hanga með íslensku fótboltastrákunum í Hollandi enda ekki margir Bandaríkjamenn á svæðinu.Jóhann Berg skorar fyrir AZ Alkmaar.Nordicphotos/GettyAftur var umræðunni snúið að lífsstíl Jóhanns í Hollandi. Rifjuðu þeir Frosti og Máni upp þegar tveir landsliðsmenn mættu í viðtal til þeirra, hvor á sínum Range Rover jeppanum. „Nei, ég er ekki á Range Rover jeppa,“ sagði Jóhann léttur. „Ég er bara á fínum bíl og kvarta ekkert. Ég þarf engan Range Rover,“ sagði Jóhann Berg sem ekur um á Audi A5. „Það er ágætis kerra.“ Ísland mætir Sviss í undankeppni HM 2014 í Bern í kvöld Jóhann Berg vonast eftir þremur stigum en myndi sætta sig við eitt. „Þeir verða örugglega meira með boltann og sækja á okkur. Við þurfum að verjast vel og beita góðum skyndisóknum. Þá erum við í góðum málum.“ Leikur Sviss og Íslands hefst klukkan 18.30 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira
„Það er ákveðin gryfja sem myndast í Kaplakrika. Völlurinn er mjög lágur og ekki þessi hlaupabraut eins og í Laugardalnum,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður Íslands. Jóhann Berg var í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu 977 í gær. Þar var Jóhann spurður hvort ekki væri hægt að mynda betri stemmningu í Kaplakrika, líkt og þegar 21 árs landsliðið spilaði þar, heldur en í Laugardalnum. Kantmaðurinn úr Kópavogi benti á að ef byggðar yrðu stúkur við enda vallarins úr Kaplakrika væri kominn alvöru leikvangur í Hafnarfirði. Hins vegar væri Laugardalsvöllur heimavöllur landsliðsins og það þyrfti að gera eins vel og hægt er úr því. Harmageddon-bræður, Þeir Frosti Logason og Máni Pétursson, gengu á Jóhann Berg sem spilar sem atvinnumaður með AZ Alkmaar í Hollandi. Spurðu þeir kappann hvort hann lifði eins og rokkstjarna ytra. „Ekki alveg eins og rokkstjarna en þetta er mjög gott líf. Maður æfir einu sinni á dag og hefur svo allan daginn til að kíkja í golf eða slaka á og horfa á sjónvarpið. Þetta er ekki stressandi,“ sagði Jóhann Berg. Landsliðsmaðurinn er liðsfélagi Arons Jóhannssonar hjá AZ. Aron valdi sem kunnugt er að spila með bandaríska landsliðinu á dögunum frekar en því íslenska. „Maður skýtur stundum á hann en ekkert alvarlegt. Maður er ekkert að fara að hengja hann fyrir að hafa valið þetta. Þetta er hans ákvörðun,“ sagði Aron. Hann grínaðist með að Aron þyrfti að sætta sig við að hanga með íslensku fótboltastrákunum í Hollandi enda ekki margir Bandaríkjamenn á svæðinu.Jóhann Berg skorar fyrir AZ Alkmaar.Nordicphotos/GettyAftur var umræðunni snúið að lífsstíl Jóhanns í Hollandi. Rifjuðu þeir Frosti og Máni upp þegar tveir landsliðsmenn mættu í viðtal til þeirra, hvor á sínum Range Rover jeppanum. „Nei, ég er ekki á Range Rover jeppa,“ sagði Jóhann léttur. „Ég er bara á fínum bíl og kvarta ekkert. Ég þarf engan Range Rover,“ sagði Jóhann Berg sem ekur um á Audi A5. „Það er ágætis kerra.“ Ísland mætir Sviss í undankeppni HM 2014 í Bern í kvöld Jóhann Berg vonast eftir þremur stigum en myndi sætta sig við eitt. „Þeir verða örugglega meira með boltann og sækja á okkur. Við þurfum að verjast vel og beita góðum skyndisóknum. Þá erum við í góðum málum.“ Leikur Sviss og Íslands hefst klukkan 18.30 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira