Jóhann Berg þarf engan Range Rover Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. september 2013 11:45 Jóhann Berg á landsliðsæfingu á Laugardalsvelli. Mynd/Anton „Það er ákveðin gryfja sem myndast í Kaplakrika. Völlurinn er mjög lágur og ekki þessi hlaupabraut eins og í Laugardalnum,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður Íslands. Jóhann Berg var í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu 977 í gær. Þar var Jóhann spurður hvort ekki væri hægt að mynda betri stemmningu í Kaplakrika, líkt og þegar 21 árs landsliðið spilaði þar, heldur en í Laugardalnum. Kantmaðurinn úr Kópavogi benti á að ef byggðar yrðu stúkur við enda vallarins úr Kaplakrika væri kominn alvöru leikvangur í Hafnarfirði. Hins vegar væri Laugardalsvöllur heimavöllur landsliðsins og það þyrfti að gera eins vel og hægt er úr því. Harmageddon-bræður, Þeir Frosti Logason og Máni Pétursson, gengu á Jóhann Berg sem spilar sem atvinnumaður með AZ Alkmaar í Hollandi. Spurðu þeir kappann hvort hann lifði eins og rokkstjarna ytra. „Ekki alveg eins og rokkstjarna en þetta er mjög gott líf. Maður æfir einu sinni á dag og hefur svo allan daginn til að kíkja í golf eða slaka á og horfa á sjónvarpið. Þetta er ekki stressandi,“ sagði Jóhann Berg. Landsliðsmaðurinn er liðsfélagi Arons Jóhannssonar hjá AZ. Aron valdi sem kunnugt er að spila með bandaríska landsliðinu á dögunum frekar en því íslenska. „Maður skýtur stundum á hann en ekkert alvarlegt. Maður er ekkert að fara að hengja hann fyrir að hafa valið þetta. Þetta er hans ákvörðun,“ sagði Aron. Hann grínaðist með að Aron þyrfti að sætta sig við að hanga með íslensku fótboltastrákunum í Hollandi enda ekki margir Bandaríkjamenn á svæðinu.Jóhann Berg skorar fyrir AZ Alkmaar.Nordicphotos/GettyAftur var umræðunni snúið að lífsstíl Jóhanns í Hollandi. Rifjuðu þeir Frosti og Máni upp þegar tveir landsliðsmenn mættu í viðtal til þeirra, hvor á sínum Range Rover jeppanum. „Nei, ég er ekki á Range Rover jeppa,“ sagði Jóhann léttur. „Ég er bara á fínum bíl og kvarta ekkert. Ég þarf engan Range Rover,“ sagði Jóhann Berg sem ekur um á Audi A5. „Það er ágætis kerra.“ Ísland mætir Sviss í undankeppni HM 2014 í Bern í kvöld Jóhann Berg vonast eftir þremur stigum en myndi sætta sig við eitt. „Þeir verða örugglega meira með boltann og sækja á okkur. Við þurfum að verjast vel og beita góðum skyndisóknum. Þá erum við í góðum málum.“ Leikur Sviss og Íslands hefst klukkan 18.30 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Sjá meira
„Það er ákveðin gryfja sem myndast í Kaplakrika. Völlurinn er mjög lágur og ekki þessi hlaupabraut eins og í Laugardalnum,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður Íslands. Jóhann Berg var í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu 977 í gær. Þar var Jóhann spurður hvort ekki væri hægt að mynda betri stemmningu í Kaplakrika, líkt og þegar 21 árs landsliðið spilaði þar, heldur en í Laugardalnum. Kantmaðurinn úr Kópavogi benti á að ef byggðar yrðu stúkur við enda vallarins úr Kaplakrika væri kominn alvöru leikvangur í Hafnarfirði. Hins vegar væri Laugardalsvöllur heimavöllur landsliðsins og það þyrfti að gera eins vel og hægt er úr því. Harmageddon-bræður, Þeir Frosti Logason og Máni Pétursson, gengu á Jóhann Berg sem spilar sem atvinnumaður með AZ Alkmaar í Hollandi. Spurðu þeir kappann hvort hann lifði eins og rokkstjarna ytra. „Ekki alveg eins og rokkstjarna en þetta er mjög gott líf. Maður æfir einu sinni á dag og hefur svo allan daginn til að kíkja í golf eða slaka á og horfa á sjónvarpið. Þetta er ekki stressandi,“ sagði Jóhann Berg. Landsliðsmaðurinn er liðsfélagi Arons Jóhannssonar hjá AZ. Aron valdi sem kunnugt er að spila með bandaríska landsliðinu á dögunum frekar en því íslenska. „Maður skýtur stundum á hann en ekkert alvarlegt. Maður er ekkert að fara að hengja hann fyrir að hafa valið þetta. Þetta er hans ákvörðun,“ sagði Aron. Hann grínaðist með að Aron þyrfti að sætta sig við að hanga með íslensku fótboltastrákunum í Hollandi enda ekki margir Bandaríkjamenn á svæðinu.Jóhann Berg skorar fyrir AZ Alkmaar.Nordicphotos/GettyAftur var umræðunni snúið að lífsstíl Jóhanns í Hollandi. Rifjuðu þeir Frosti og Máni upp þegar tveir landsliðsmenn mættu í viðtal til þeirra, hvor á sínum Range Rover jeppanum. „Nei, ég er ekki á Range Rover jeppa,“ sagði Jóhann léttur. „Ég er bara á fínum bíl og kvarta ekkert. Ég þarf engan Range Rover,“ sagði Jóhann Berg sem ekur um á Audi A5. „Það er ágætis kerra.“ Ísland mætir Sviss í undankeppni HM 2014 í Bern í kvöld Jóhann Berg vonast eftir þremur stigum en myndi sætta sig við eitt. „Þeir verða örugglega meira með boltann og sækja á okkur. Við þurfum að verjast vel og beita góðum skyndisóknum. Þá erum við í góðum málum.“ Leikur Sviss og Íslands hefst klukkan 18.30 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn