Fótbolti

Leik lokið: Sviss - Ísland 4-4 | Söguleg endurkoma - Myndir

Henry Birgir Gunnarsson á Stade de Suisse í Bern skrifar
Mynd/Valli
Íslands og Sviss gerðu ótrúlegt jafntefli, 4-4, í undankeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu.

Ísland komst í 1-0 eftir aðeins þriggja mínútna leik er Jóhann Berg Guðmundsson skoraði laglegt mark.

Sviss gerði næstu fjögur mörk leiksins og breyttu stöðunni í 4-1.

íslensku strákarnir neituðu að gefast upp og náðu á einhvern ótrúlegan hátt að jafna metin í 4-4.

Jóhann Berg Guðmundsson átti sennilega einhverja mögnuðustu frammistöðu frá íslenskum landsliðsmanni en hann gerði þrennu í leiknum.

mynd / valli
mynd / valli
mynd / valli
Mynd/ valli



Fleiri fréttir

Sjá meira


×