Fótbolti

Gunnleifur: Ég er hættur að æsa mig

Henry Birgir Gunnarsson í Bern skrifar
Reynsluboltinn Gunnleifur Gunnleifsson var pollslakur er Vísir hitti á hann í gær. Sat með kaffibolla í góða veðrinu og hafði ekki miklar áhyggjur af lífinu.

"Eins og venjulega í íslenska landsliðinu þá er stemningin frábær," sagði Gunnleifur en hann segist ekki líta á þennan leik sem bónusleik. Liðið ætli að reyna að fá eitthvað úr leiknum í kvöld.

"Vonandi halda þeir að hægt sé að taka okkur með vinstri. Við höfum ákveðnar hugmyndir um hvernig við ætlum að sækja á þá og verjast. Við teljum okkur hafa fundið einhverja veikleika."

Gunnleifur var í byrjunarliðinu í síðasta leik en veit ekki hvað verður í kvöld. Hann segist þó ekki verða brjálaður þó svo hann þurfi að sitja á bekknum.

"Við erum allir klárir í að spila. Ég er hættur að æsa mig yfir hlutunum. Ég held minni ró og styð mitt lið," sagði Gunnleifur léttur.

Hægt er að sjá viðtalið við hann í heild sinni hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×