Fótbolti

Norðmenn upp í annað sætið í okkar riðli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joshua King.
Joshua King. Mynd/AFP
Noregur er komið upp í annað sætið í riðli Íslands í bili að minnsta kosti eftir 2-0 heimasigur á Kýpur í kvöld. Tarik Elyounoussi og Joshua King skoruðu mörk Norðmanna í þessum leik á Ullevaal Stadion í Osló.

Norðmenn töpuðu fyrsta leiknum sínum í riðlinum á móti Íslandi á Laugardalsvellinum en það er ljóst að þeir ætla vera með í baráttunni um efstu sætin. Tveir af síðustu þremur leikjum Norðmanna í riðlinum eru líka á heimavelli og þar á meðal er leikur á móti Íslandi.

Tarik Elyounoussi, framherji Hoffenheim, skoraði fyrra markið á 43. mínútu eftir hornspyrnu en markið kom einmitt eftir áttundu hornspyrnu Norðmanna í leiknum.

Joshua King, leikmaður Blackburn Rovers, kom inn á fyrir Tarik Elyounoussi á 64. mínútu og aðeins tveimur mínútum var hann búinn að koma norska liðinu í 2-0 eftir að hafa fengið sendingu frá Magnus Wolff Eikrem. Það urðu síðan lokatölur leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×