Minna blóð á tönnunum eftir Wimbledon Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. september 2013 13:45 Illa gekk hjá Murray í New York í gær. Nordicphotos/Getty Andy Murray, sem féll óvænt en sannfærandi úr leik gegn Stanislas Wawrikna frá Sviss í átta manna úrslitum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í gær, viðurkennir að eiga erfitt með að gíra sig upp í keppni eftir sigurinn á Wimbledon í sumar. Murray, sem átti titil að verja í New York, tapaði í þremur settum 6-4, 6-3 og 6-2. Sigur Skotans í New York fyrir ári var hans fyrsti á risamóti en áður hafði hann landað Ólympíugulli. Sigur á Wimbledon bættist í safnið í sumar en þá batt hann enda á 77 ára eyðimerkurgöngu á heimavelli. „Þegar þú leggur svo hart að þér í mörg ár með markmið í huga og nærð því þá þarf mikið átak í að gíra sig upp í æfingar af fullum krafti,“ sagði Skotinn á blaðamannafundi eftir tapið í gær. „Ég held að það sé eðlilegt eftir það sem gerðist á Wimbledon. Ég komst samt í átta manna úrslitin, ég er búinn að vera hérna í þrjár vikur,“ sagði Murray sem hafði komist nokkuð sannfærandi í fjórðungs úrslitin. Undanfarið ár var svo sannarlega magnað hjá Murray með fyrrnefndum sigrum sem allir unnust á þrettán mánaða tímabili. „Ég hef spilað minn besta tennis á risamótunum undanfarin tvö til þrjú ár. Í dag tapaði ég sannfærandi sem er svekkjandi. Ég hefði viljað komast lengra,“ sagði Murray. Velgengni Skotans hefur aukið kröfur til hans í risamótum. Honum virðist ekki finnast það fullkomlega sanngjarnt. „Ég veit það ekki. Ef ég á að vinna hvert einasta risamót sem ég spila í eða komast í úrslitaleikinn þá er viðbúið að það verði erfitt. Ef þú horfir á keppinautana er ljóst að áskorunin er mikil.“ Tennis Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Sjá meira
Andy Murray, sem féll óvænt en sannfærandi úr leik gegn Stanislas Wawrikna frá Sviss í átta manna úrslitum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í gær, viðurkennir að eiga erfitt með að gíra sig upp í keppni eftir sigurinn á Wimbledon í sumar. Murray, sem átti titil að verja í New York, tapaði í þremur settum 6-4, 6-3 og 6-2. Sigur Skotans í New York fyrir ári var hans fyrsti á risamóti en áður hafði hann landað Ólympíugulli. Sigur á Wimbledon bættist í safnið í sumar en þá batt hann enda á 77 ára eyðimerkurgöngu á heimavelli. „Þegar þú leggur svo hart að þér í mörg ár með markmið í huga og nærð því þá þarf mikið átak í að gíra sig upp í æfingar af fullum krafti,“ sagði Skotinn á blaðamannafundi eftir tapið í gær. „Ég held að það sé eðlilegt eftir það sem gerðist á Wimbledon. Ég komst samt í átta manna úrslitin, ég er búinn að vera hérna í þrjár vikur,“ sagði Murray sem hafði komist nokkuð sannfærandi í fjórðungs úrslitin. Undanfarið ár var svo sannarlega magnað hjá Murray með fyrrnefndum sigrum sem allir unnust á þrettán mánaða tímabili. „Ég hef spilað minn besta tennis á risamótunum undanfarin tvö til þrjú ár. Í dag tapaði ég sannfærandi sem er svekkjandi. Ég hefði viljað komast lengra,“ sagði Murray. Velgengni Skotans hefur aukið kröfur til hans í risamótum. Honum virðist ekki finnast það fullkomlega sanngjarnt. „Ég veit það ekki. Ef ég á að vinna hvert einasta risamót sem ég spila í eða komast í úrslitaleikinn þá er viðbúið að það verði erfitt. Ef þú horfir á keppinautana er ljóst að áskorunin er mikil.“
Tennis Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Sjá meira