Fótbolti

Alfreð glímir við meiðsli og tæpur fyrir leikinn í kvöld

Henry Birgir Gunnarsson í Bern skrifar
Alfreð Finnbogason
Alfreð Finnbogason mynd / VALLI
Meiðsli hafa verið að plaga íslenska liðið í undirbúningi leiksins. Emil Hallfreðsson er farinn heim vegna sinna meiðsla og þeir Sölvi Geir Ottesen og Gunnar Heiðar Þorvaldsson æfðu ekkert síðustu tvo daga vegna meiðsla. Alfreð Finnbogason hefur aftur á móti verið að taka þátt í æfingum síðustu daga en ekki var endilega búist við því.

„Ég hef verið betri en meiðslin skána með hverjum degi. Það verður naumt að ég nái þessum leik. Ef ekki þá er mikill möguleiki á að ég nái leiknum eftir helgi,“ sagði Alfreð í gær.

„Það er brot fremst í tánni og í raun ekkert hægt að gera. Ef ég vil spila þá þarf að deyfa mig fyrir leikinn. Þá er aftur á móti möguleiki á því að ég verði lengur frá í kjölfarið. Það hefur gengið ágætlega á æfingunum og ég hef gert eins mikið og ég get,“ sagði Alfreð en er hann til í að láta sprauta sig fyrir leikinn?

„Það verður bara að koma í ljós. Það verður gott að heyra hvernig læknirinn metur þetta. Fyrst maður er kominn hingað þá vill maður auðvitað að spila en sjáum hvað setur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×