Handbolti

Ljónin ekki í vandræðum í Minden

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson.
Guðmundur Guðmundsson. Mynd/NordicPhotos/Bongarts
Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í Rhein-Neckar Löwen áttu ekki í miklum vandræðum í tíu marka sigri á TSV GWD Minden, 30-20, í Íslendingaslag í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Flensburg-Handewitt tapaði hinsvegar á útivelli á móti Magdeburg.

Stefán Rafn Sigurmannsson og Rúnar Kárason skoruðu sitthvort markið fyrir Ljónin en Alexander Petersson lék ekki vegna meiðsla. Uwe Gensheimer var langatkvæðamestur hjá Rhein-Neckar Löwen en hann skoraði tíu mörk. Vignir Svavarsson komst ekki á blað hjá Minden en fékk eina brottvísun.

Ólafur Gústafsson komst ekki á blað þegar SG Flensburg-Handewitt tapaði 27-29 á útivelli á móti SC Magdeburg. Andreas Rojewski skoraði mest fyrir Magdeburg eða sex mörk en Holger Glandorf var markahæstur hjá Flensburg með sjö mörk.

Rhein-Neckar Löwen er búið að vinna þrjá fyrstu leiki sína en þetta var fyrsta tapið hjá Flensburg-Handewitt á leiktíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×