Fótbolti

Gylfi: Verðum að nýta færin

Henry Birgir Gunnarsson í Bern skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson hefur farið mikinn með íslenska landsliðinu í undankeppni HM og liðið þarf á töfrum hans að halda í leiknum gegn Sviss í kvöld.

"Við búumst auðvitað við hörkuleik enda er Sviss með topplið. Ég held við verðum að halda hreinu. Við munum kannski ekki fá mikið af færum en við verðum að nýta þau færi sem við fáum," sagði Gylfi Þór.

"Við höfum farið vel yfir fyrri leikinn gegn þeim. Við tókum kannski smá séns er við lentum undir síðast. Það er allt hægt í fótbolta og við trúum því að við getum unnið."

Viðtalið við Gylfa má sjá í heild sinni hér að ofan en þar ræðir hann einnig um stöðu sína hjá Tottenham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×