Fótbolti

Birkir: Þetta var alveg frábært

Henry Birgir Gunnarsson í Bern skrifar
"Þetta er einn af ótrúlegustu leikjum sem ég hef tekið þátt í," sagði Birkir Bjarnason en hann átti stórleik í 4-4 leik Sviss og Íslands í kvöld.

"Tilfinningin er frábær og þetta var magnaður leikur. Það var erfitt að vera undir í hálfleik en við sýnum hversu sterkan karakter við höfum með því að koma til baka. Þetta var alveg frábært.

"Það er erfitt að útskýra þetta en hópurinn er ótrúlegur og með ótrúlega hæfileika. Við getum unnið hvaða lið sem er í þessum riðli. Ég sé fram á bjarta tíma," sagði Birkir en er ekki samt óþolandi að fá bara eitt stig eftir að hafa skorað fjögur mörk.

"Það er svolítið súrt núna en svona er fótboltinn. Þetta var eitt stig og nú einbeitum við okkur að næsta leik."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×