Fótbolti

Rúmur milljarður fyrir að komast á HM

Arnar Björnsson skrifar
Það er til mikils að vinna að komast í úrslitakeppnina á  HM í fótbolta.  Stjórnarmaður svissneska knattspyrnusambandsins, Peter Stadelmann, segir í samtali við Berner Zeitung að enn sé ekki ljóst hve háa fjárhæð hvert knattspyrnusamband fái í sinn hlut. 

Stadelmann nefnir þó 8 til 10 milljónir svissneskra franka en það svarar til þúsund til 1300 þúsund milljóna íslenskra króna. 

Stadelmann segir leikmenn landsliðsins fái 17 og hálfa milljón króna í bónus fyrir að komast í úrslitakeppnina í Brasilíu.

Sviss mætir Íslandi í undakeppni HM í Bern í kvöld en heimamenn eru í efsta sæti riðilsins með 14 stig en Íslendingar í því þriðja með 9 stig. Það verður því allt undir í Sviss í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×