Fótbolti

Hannes: Þetta var ótrúlegt

Henry Birgir Gunnarsson í Bern skrifar
Hannes Þór Halldórsson fékk á sig fjögur mörk í kvöld en hann gat engu að síður brosað eftir leik eins og félagar hans.

"Þetta var gjörsamlega ótrúlegt og á varla yfir það að við höfum náð að koma til baka," sagði markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson eftir leikinn ótrúlega gegn Sviss í kvöld.

"Það er ekki oft sem lið koma til baka í stöðunni 4-1 og hvað þá gegn svona sterku liði á svona útivelli. Ég hreinlega veit ekki hvað ég á að segja."

Sviss var aðeins búið að fá eitt mark á sig í riðlakeppninni fyrir þennan leik en fékk núna fjögur á sig. Það er að sama skapi grátlegt fyrir Ísland að fá aðeins eitt stig eftir að hafa afrekað að skora fjögur mörk í Bern.

"Það var reynt að berja trú í menn í hálfleik en þá var staðan 3-1. Það var svolítið þungt í mönnum og langur vegur í að jafna fannst manni.

"Við börðum líka trú í hvorn annan enda vitum við að það er oft stutt á milli í þessu. Eitt mark leysir leikinn upp þegar munur tveimur mörkum. Við þurftum að fá eitt í andlitið í viðbót áður en við vöknuðum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×