Fótbolti

Birkir: Megum ekki pakka í vörn

Henry Birgir Gunnarsson í Bern skrifar
"Þetta er mjög sterkt lið en við spiluðum okkar besta leik á móti þeim heima. Við reynum að horfa á það og gera okkar besta," sagði Birkir Bjarnason en hann verður í átökum gegn Sviss í kvöld.

"Við vitum að við getum unnið hvaða lið sem er í þessum riðli. Við verðum að vea einbeittir í 90 mínútur og ekki gera sömu mistök og síðast.

"Við megum ekki pakka í vörn heldur spila saman og gera það sem við erum góðir í."

Birkir er nýbúinn að semja við ítalska liðið Sampdoria en liðið er í miklu uppáhaldi hjá Ómari Smárasyni, fjölmiðlafulltrúa KSÍ. Það gleður Ómar mikið að Birkir sé farinn þangað.

"Það er gott að koma í stórt lið. Það er mikil saga í þessum klúbbi og þetta verður fjör. Ég held að Ómar eigi eftir að vera mikið í kringum mig," sagði Birkir og glotti.

Viðtalið við Birki má sjá í heild sinni hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×