Fótbolti

Eiður: Mikil jákvæðni í kringum íslenska liðið

Henry Birgir Gunnarsson í Bern skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen segist ekki gera neina kröfu um að vera í byrjunarliði Íslands gegn Sviss í kvöld. Hann sætti sig við það hlutverk sem hann fái.

"Ég geri engar kröfur um neitt. Ég reyni bara að sýna hvað ég get er ég spila og sérstaklega að hafa gaman af þessu. Það er mikil jákvæðni í kringum íslenska liðið þessa dagana og við höfum staðið undir því," sagði Eiður.

"Þetta er leikur þar sem það yrði afrek að taka stig heim. Sviss er væntanlega með sterkasta liðið í þessum riðli."

Eiður segist vera klár í að spila eins mikið og ætlast er til af honum. Viðtalið við Eið má sjá í heild sinni hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×