Golf

Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningar­sjóð Bryn­dísar Klöru lið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Veður var aldrei þessu vant frábært á Nesinu í dag.
Veður var aldrei þessu vant frábært á Nesinu í dag. Nesklúbburinn

Einvígið á Nesinu, árlegt góðgerðargolfmót Nesklúbbsins, fór fram í dag. Allir kylfingar klæddust bleiku. 

Leikið var fyrir Minningarsjóð Bryndísar Klöru. Um er að ræða sjóð sem styður við almannaheillaverkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélags þar sem samkennd og samvinna eru í forgrunni.

Var þetta í 29. sinn sem mótið er haldið og voru keppendur 10 talsins að þessu sinni. Þau voru eftirfarandi:

  • Aron Snær Júlí­us­son úr GKG
  • Axel Bóas­son úr GK
  • Guðrún Brá Björg­vins­dótt­ir úr GK
  • Gunn­laug­ur Árni Sveins­son úr GKG
  • Heiðar Steinn Gísla­son úr NK
  • Har­ald­ur Frank­lín Magnús úr GR
  • Hulda Cl­ara Gests­dótt­ir úr GKG
  • Ragn­hild­ur Krist­ins­dótt­ir úr GR
  • Perla Sól Sig­ur­brands­dótt­ir úr GKG
  • Tóm­as Ei­ríks­son Hjaltested úr GR

Sigurvegari dagsins var Tómas Eiríksson eftir mögnuð tilþrf á lokaholunni. Alls mættu yfir 600 áhorfendur til að fylgjast með og leggja mikilvægu málefni lið. Í mótslok var þeim Birgi Karli Óskarssyni og Iðunn Eiríksdóttur, foreldrum Bryndísar Klöru, afhent ávísun að upphæð ein milljón króna frá Arion banka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×