Fótbolti

Fjör hjá íslensku stuðningsmönnunum fyrir leik

Áfram Ísland í Bern.
Áfram Ísland í Bern. Mynd/Valli
Það var gaman hjá stuðningsmönnum íslenska landsliðsins fyrir leikinn á móti Sviss á Stade de Suisse í Bern í kvöld en leikurinn er í undankeppni HM og mjög mikilvægur fyrir framhaldið þar sem íslensku strákarnir ætla að berjast um laus sæti á HM í Brasilíu.

Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, er á Stade de Suisse og náði skemmtilegum myndum af Íslendingum á vellinum og má sjá þær hér fyrir ofan.

Þar má einnig finna myndir af stemmningu fyrir utan leikvanginn en það fór vel á með stuðningsmönnum liðanna og allir biður spenntir eftir leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×