Fótbolti

Ragnar: Verðum að berja á þeim

Henry Birgir Gunnarsson í Bern skrifar
Það verður væntanlega nóg að gera hjá Ragnari Sigurðssyni og félögum í vörn Íslands í kvöld enda Sviss með afar spræka sóknarmenn.

"Það leggst vel í mig að glíma við þessa stráka. Það er alltaf skemmtilegast að spila við þessar þjóðir sem eiga að vera betri en við. Það er alltaf ákveðin áskorun og við erum tilbúnir," sagði Ragnar.

"Þeir eru ótrúlega flinkir í fótbolta og betra lið en við á pappírnum held ég. Það gerir þetta skemmtilegt og gefur þessu aukatilfinningu.

"Við ætlum að brjóta þá niður og vera sterkari og grimmari í návígjunum. Það búast allir við því að þeir muni valta yfir okkur. Þá verðum við að berja á þeim.

"Ég trúi því alltaf að ég sé að fara að vinna er ég labba inn á völlinn. Ég trúi því að við séum að fara að vinna þennan leik," sagði Ragnar ákveðinn.

Hægt er að sjá viðtalið við Ragnar í heild sinni hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×