Fleiri fréttir

Jónas fyrirgefur Guðjóni gömul svik

Jónas Þórhallsson býður sig fram til formennsku hjá knattspyrnudeild Grindavíkur í stað Þorsteins Gunnarssonar sem ætlar að hætta vegna yfirvofandi ráðningar Guðjóns Þórðarsonar. Jónas fyrirgefur Guðjóni sjö ára gömul svik og stefnir á titilinn á næsta ári.

Taarabt dreymir enn um PSG

Adel Taarabt, leikmaður QPR, virðist hugsa um lítið annað að komast frá QPR. Þá helst vill hann komast til PSG í Frakklandi og vonast leikmaðurinn eftir því að franska liðið geri tilboð í janúar.

Wenger finnur til með Man. Utd

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, viðurkennir að vorkenna Man. Utd eftir flenginguna sem félagið fékk gegn nágrönnum sínum í Man. City um helgina.

Al-Fayed: Mark Hughes er furðulegur maður

Þó svo Mark Hughes hafi yfirgefið Fulham í sumar er hann ekki hættur að rífast við eiganda félagsins, Mohamed Al-Fayed. Hughes hafði ekki áhuga á að þjálfa Fulham áfram og fór því í sumar.

Ameobi frá vegna meiðsla

Shola Ameobi, sóknarmaður Newcastle, verður frá næstu 4-6 vikurnar vegna meiðsla. Þetta eru slæmar fréttir fyrir Newcastle sem hefur byrjað tímabilið afar vel í ensku úrvalsdeildinni.

Aron Einar stefnir á úrvalsdeildina

Aron Einar Gunnarsson hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína með enska B-deildarliðinu Cardiff en hann skoraði tvö mörk í 5-3 sigri liðsins á Barnsley um helgina. Hann hefur samtals skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum liðsins.

Villas-Boas mögulega refsað fyrir ummæli

Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, var afar ósáttur við dómgæsluna í leik sinna manna gegn QPR um helgina og telja enskir fjölmiðlar líklegt að þau verði tekin fyrir af aganefnd enska knattspyrnusambandsins.

Chicharito búinn að framlengja

Stuðninigsmenn Manchester United fengu góðar fréttir í dag en félagið hefur tilkynnt að Javier Hernandez, Chicharito, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til 2016.

Sögulegt tap Colts í NFL-deildinni

Hræðilegt gengi Indianapolis Colts hélt áfram í NFL-deildinni í gær er liðið fékk á sig 62 stig gegn New Orleans Saints í gær. Colts náði einu snertimarki í leiknum og skoraði alls sjö stig.

Leikur Cardinals hrundi er Rangers jafnaði metin

Staðan er nú jöfn, 2-2, að loknum fjórða leiknum í World Series-úrslitakeppninni í bandaríska hafnaboltanum í nótt. Texas Rangers vann þá öruggan sigur á St. Louis Cardinals, 4-0.

Birgir Leifur reynir sig á úrtökumóti fyrir PGA í fyrsta sinn

Birgir Leifur Hafþórsson hefur leik á morgun, þriðjudag, á úrtökumóti fyrir sterkustu atvinnumótaröð heims, PGA mótaröðina í Bandaríkjunum. Birgir Leifur hefur dvalið í Bandaríkjunum undanfarna daga en þetta er í fyrsta sinn sem atvinnumaðurinn tekur þátt á úrtökumóti fyrir PGA. Birgir telur sig eiga möguleika á að komast inn á mótaröðina en úrtökumótið er þrískipt líkt og á evrópsku mótaröðinni.

Terry neitar ásökunum um kynþáttaníð

John Terry, fyrirliði Chelsea, hefur staðfastlega neitað því að hann hafi beitt Anton Ferdinand, leikmann QPR, kynþáttaníði í leik liðanna í gær.

Myndasyrpa frá Urriðadansi á Þingvöllum

Það var margt um manninn á Þingvöllum þegar Laxfiskar og Þjóðgarðurinn á Þingvöllum stóðu fyrir árlegri göngu um heimkynni urriðans en gangan nefnist með rentu Urriðadans!

Gæsaveiðin verið ágæt á þessu tímabili

Af þeim fregnum sem við heyrum þá er þessi gæsavertíð búin að vera ágæt í flestum landshlutum, en veiðimenn hafa samt haft það á orði að minna sé um ungfugl en í fyrra og þá sérstaklega á norðausturlandi.

Luke Donald skrifaði nýjan kafla í golfsöguna

Luke Donald skrifaði nýjan kafla í sögu PGA mótaraðarinnar í Bandaríkjunum í gær þegar hann tryggði sér efsta sætið á peningalista PGA. Englendingurinn er sá fyrsti frá Evrópu sem nær þeim áfanga að vera efstur á peningalistanum á bandarísku atvinnumótaröðinni. Donald tryggði sér sigur á lokamóti keppnistímabilsins með ótrúlegum lokahring þar sem hann lék á 64 höggum.

KR-konur byrja tímabilið af krafti - myndir

Kvennalið KR hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína í Iceland Express deild kvenna eftir að liðið vann 79-72 sigur á Snæfelli í DHl-höllinni í gær. KR-liðið lagði grunninnn að sigrinum í öðrum og þriðja leikhlutanum sem KR-konur unnu með 13 stiga mun.

Staða stelpnanna ekki góð eftir tap í Höllinni - myndir

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hefur ekki byrjað vel í undankeppni EM 2012 og liðið er án stiga eftir fyrstu tvo leikina eftir 20-21 tap á móti Úkraínu í Laugardalshöllinni í gær. Íslenska liðið tapaði fyrsta leiknum sínum út á Spáni í síðustu viku.

Dóra María: Það hefði verið leiðinlegt að klúðra þessu færi

Íslenska kvennalandsliðið þurfti að hafa fyrir sigri í Ungverjalandi á laugardaginn í undankeppni EM 2013 en sigurmark Dóru Maríu Lárusdóttur sá til þess að stelpurnar okkar eru enn á réttri leið í baráttu sinni fyrir að koma inn á sitt annað Evrópumót í röð. Ísland vann leikinn 1-0 og hefur þar með náð í 10 stig af 12 mögulegum í riðlinum.

Norski Íslandsbaninn hélt upp á afmælið með því að skora hjá Neuer

Mohammed Abdellaoue hélt upp á 26 ára afmæli sitt í dag með því að verða fyrsti maðurinn til að skora hjá Manuel Neuer, markverði Bayern München, í 770 mínútur í þýsku úrvalsdeildinni. Abdellaoue kom þá Hannover 96 í 1-0 í óvæntum 2-1 sigri á toppliði Bayern München.

Levante tók toppsætið af Real Madrid

Real Madrid hélt toppsætinu aðeins í sólarhring þótt að Barcelona hafi tapað stigum í gær. Levante er kominn á topp spænsku úrvalsdeildarinnar í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 3-0 útisigur á Villarreal í kvöld.

Allt eftir bókinni í Lengjubikar karla í körfubolta

Þrír leikir fóru fram í Lengjubikarkeppni karla í körfubolta, en KFÍ tók á móti Grindavík á Ísafirði, en suðurnesjaliðið var aldrei í vandræðum með Ísfirðingana og unnu þá með 25 stiga mun 100-75. Giordan Watson var með 18 stig og sex stoðsendingar fyrir Grindvíkinga, en Ari Gylfason gerði 29 stig fyrir KFÍ.

Snæfell lætur stigahæsta leikmann Iceland Express deildar karla fara

Brandon Cotton, stigahæsti leikmaður fyrstu þriggja umferða Iceland Express deildar karla í körfubolta, hefur verið leystur undan samningi hjá Snæfelli en hann hefur skorað 35,3 stig að meðaltali í leik það sem af er á tímabilinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Snæfelli.

NBA-eigendurnir skiptast í tvo hópa - sumir tilbúnir að gefa eftir

Það berast engar góðar fréttir af NBA-deilunni og menn eru virkilega farnir að spá því að það verði ekkert NBA-tímabil í vetur. Bandarískir fjölmiðlar velta því samt upp hvort að það geti verið að það séu ekki allir eigendurnir sem vilja þvinga leikmenn til að samþykkja 50-50 siptingu á innkomunni.

Mancini: Mario Balotelli getur orðið einn sá besti í heimi

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, tjáði sig um Mario Balotelli sem skoraði tvö mörk og fiskaði eitt rautt spjald í 6-1 stórsigri City-liðsins á Old Trafford í dag. Balotelli komst í fréttirnar í aðdraganda leiksins þegar kviknaði í heima hjá honum eftir að menn voru þar að leika sér að því að skjóta flugeldum út um baðherbergisgluggann.

Versta tap Manchester United á Old Trafford síðan 1955

Það þarf að fara langt aftur til að finna aðra eins niðurlægingu og Englandsmeistarar Manchester United fengu á móti nágrönnum sínum í Manchester City á Old Trafford í dag. Það var búið að bíða lengi eftir slag tveggja efstu liða ensku úrvalsdeildarinnar en yfirburðir City voru miklir ekki síst eftir að United-liðið missti mann af velli í upphafi seinni hálfleiks.

Sandnes Ulf komst í dag í norsku úrvalsdeildina

Steinþór Freyr Þorsteinsson og Ingimundur Níels Óskarsson komust í dag í norsku úrvalsdeildina þegar lið þeirra Sandnes Ulf rústaði Löv-Ham í næstsíðustu umferð norsku 1. deildarinnar.

Joe Hart: Við fáum ekkert aukastig fyrir að bursta United

Joe Hart, markvörður Manchester City, var rólegur eftir 6-1 stórsigur á nágrönnunum í Manchester United í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar sem fram fór á Old Trafford í dag. City náði fimm stiga forskot á United með þessum sigri og endaði langa sigurgöngu United-liðsins á Old Trafford.

Ferguson: Rauða spjaldið drap okkur

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, var að vonum brugðið eftir 6-1 tap fyrir grönnum sínum í Manchester City á Old Trafford í dag.

Micah Richards: Háværasömu nágrannarnir eru mættir

Micah Richards, varnarmaður Manchester City, var í skýjunum eftir 6-1 stórsigur á nágrönnunum í Manchester United á Old Trafford í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Richards talaði um það fyrir leikinn á leikmenn United væru hræddir við City-liðið.

Sjá næstu 50 fréttir