Handbolti

Guðjón Valur fór á kostum með AG í sigri á Montpellier

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðjón Valur í leiknum í kvöld.
Guðjón Valur í leiknum í kvöld. Mynd. / Heimasíða AG Kaupmannahafnar
AG Kaupmannahöfn vann sterkan sigur, 31-29, á franska liðinu Montpellier í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag.

AG byrjaði leikinn með miklum látum og gjörsamlega keyrðu yfir Frakkana í fyrri hálfleik, en staðan var 21-12 í hálfleik og okkar maður Guðjón Valur Sigurðsson fór á kostum í hálfleiknum

Leikurinn var aftur á móti langt frá því að vera búinn og leikmenn Montpellier komu gríðarlega sterkir til baka út í síðari hálfleikinn.

Montpellier skoraði fyrstu þrjú mörk síðari hálfleiksins og galopnuðu því leikinn. AG hélt Montpellier hæfilega langt frá sér næstu mínútur en þegar leið á hálfleikinn náðu þeir frönsku að komast meira og meira í takt við leikinn. Þegar sex mínútur voru eftir af leiknum var munurinn aðeins eitt mark.

Steinar Ege, markvörður AG Köbenhavn, skellti í lás á loka mínútum leiksins og var frammistaða hans lykilinn af sigri AG í leiknum.

Leiknum lauk því með sigri AG Kaupmannahöfn  31-29 og því er liðið í efsta sæti D-riðilsins.

Guðjón Valur Sigurðsson og Niclas Ekberg voru langatkvæðamestir í liði AG en þeir gerðu báðir níu mörk. Arnór Atlason gerði fjögur mörk fyrir AG og Snorri Steinn Guðjónsson var með eitt mark. Ólafur Stefánsson var ekki í leikmannahópi AG Kaupmannahöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×