Enski boltinn

Wenger finnur til með Man. Utd

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, viðurkennir að vorkenna Man. Utd eftir flenginguna sem félagið fékk gegn nágrönnum sínum í Man. City um helgina.

Wenger þekkir það vel að vera rassskelldur á Old Trafford því Arsenal tapaði 8-2 fyrir United á Old Trafford fyrr í vetur.

"Þessi úrslit komu gríðarlega á óvart. Frakkland var líka nálægt því að vinna Nýja-Sjáland í úrslitaleik HM í rúgbý þannig að allt getur gerst í íþróttum," sagði Wenger.

"Að tapa stórt hefur enga sérstaka þýðingu aðra en þá að eitthvað mjög sérstakt gerðist. Þegar lið þarf að sækja gegn góðu liði með 10 menn þá er viðkomandi lið eðlilega viðkvæmt. Svona tap situr eftir í hausnum á leikmönnum og það er ekki gott."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×