Fleiri fréttir

Nýr langtímasamningur við Jack Wilshere í fæðingu

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er bjartsýnn að Jack Wilshere skrifi fljótlega undir nýjan langtímasamning við félagið en þessi 18 ára strákur hefur staðið sig frábærlega á tímabilinu til þessa.

Aron og Hermann með í sigurleikjum í ensku b-deildinni

Íslendingaliðin Coventry og Portsmouth unnu bæði leiki sína í ensku b-deildinni í dag en Queens Park Rangers gerði enn eitt jafnteflið. Reading lék án íslenskra leikmanna í dag en náði að vinna ótrúlega 4-3 sigur eftir að hafa lent 1-3 undir.

Chelsea og Arsenal bæði með sigurmörk á lokamínútunum

Chelsea er áfram með fimm stiga forskot á Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 útisigur á Blackburn í dag. Branislav Ivanovic skoraði sigurmark Chelsea sjö mínútum fyrir leikslok en Alexandre Song tryggði Arsenal einnig sigur á West Ham með marki í lokin. Manchester City tapaði hinsvegar fyrir Wolves.

Redknapp: United er ekki sama lið án Ronaldo og Rooney

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, hefur reynt að tala sjálfstraust í sína menn fyrir leikinn við Manchester United í dag með því að segja að lærisveinar Sir Alex Ferguson séu nú veikara lið eftir að þeir seldu Cristiano Ronaldo og með Wayne Rooney meiddann.

Sölvi Geir Ottesen tryggði FCK sigur í uppbótartíma

Sölvi Geir Ottesen tryggði FC Kaupmannahöfn 3-2 sigur á Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Sölvi Geir kom inn á sem varamaður á 82. mínútu í stöðunni 1-1 en sigurmark hans kom síðan í uppbótartíma.

Ancelotti: Ashley Cole er besti vinstri bakvörður í heimi

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að Ashley Cole sé ekki á listanum yfir 23 bestu knattspyrnumenn heims fyrir árið 2010 af því að hann er varnarmaður. Ancelotti segir að Ashley Cole sé besti vinstri bakvörður í heimi og ætti að vera fyrirmynd fyrir alla upprennandi fótboltamenn.

Eiður Smári áfram á varamannabekknum hjá Tony Pulis

Eiður Smári Guðjohnsen fær ekki tækifæri í byrjunarliði Stoke í ensku úrvalsdeildinni í dag en Tony Pulis, stjóri Stoke, hefur ákveðið að treysta á þá Kenwyne Jones og Tuncay Sanli í framlínu sinni.

Mancini ósáttur með partístand fjögurra leikmanna City

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur oftar en ekki gagnrýnt drykkjumenninguna í Bretlandi og ítalski stjórinn var ekki sáttur þegar upp komst um partístand fjögurra hans leikmanna aðfaranótt þriðjudagsins.

Hernandez gæti haldið Rooney út úr liðinu hjá United

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur varað Wayne Rooney við því að hann geti ekkert labbað inn í byrjunarlið liðsins þegar hann snýr aftur eftir meiðslin. Dimitar Berbatov hefur byrjað tímabilið vel og Javier Hernandez er búinn að slá í gegn í fjarveru Rooney með því að skora þrisvar í síðustu tveimur leikjum.

NBA: Miami vann öruggan sigur á Orlando í Flórída-uppgjörinu

Miami Heat vann sannfærandi 26 stiga sigur á nágrönnum sínum í Orlando Magic í fyrsta heimaleik Miami með ofurþríeykið innanborðs. Los Angeles Lakers liðið sá til þess að þjálfarinn Phil Jackson vann sinn 1100. leik í NBA og er Lakers ósigrað eins og Atlanta Hawks, New Orleans Hornets, Oklahoma City Thunder Golden State Warriors og New Jersey Nets sem unnu öll líka í nótt.

Verður spilandi aðstoðarþjálfari og lögfræðingur á Selfossi

Selfyssingar eru duglegri á leikmannamarkaðnum eftir fall úr úrvalsdeild en þeir voru fyrir leiktíðina í úrvalsdeildinni. Í gær nældi félagið í varnarmanninn sterka Auðun Helgason, sem skrifaði undir eins árs samning og verður spilandi aðstoðarþjálfari.

Júlíus: Vitum að þetta verður erfitt

Júlíus Jónasson á von á tveimur mjög erfiðum leikjum þegar að Ísland mætir svokölluðu „B-landsliði“ Noregs í Mýrinni í Garðabæ um helgina.

Bayern lagði Freiburg

Bayern virðist komið aftur á skrið í þýsku úrvalsdeildinni eftir heldur slæma byrjun á tímabilinu í haust.

Hörður: Það er ekki hægt að afskrifa okkur

„Þetta hafðist hérna í restina en við gerðum þetta allt of erfitt fyrir okkur,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflvíkinga, eftir sigurinn í kvöld.

Hrafn: Komum allt of hátt stemmdir inn í leikinn

„Ég nánast skammast mín fyrir það hvernig við komum inn í þennan leik,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld en hann var allt annað en ánægður með sína menn.

Guðjón: Stjórnuðum leiknum allan tíman

„Ég er virkilega ánægður með þennan leik hjá okkur og ég sá mikil batamerki á spilamennsku okkar,“ sagði Guðjón Skúlason, þjálfari Keflvíkinga, eftir sigurinn í gær.

Umfjöllun: Mikilvægur sigur Keflvíkinga gegn KR

Keflvíkingar unnu frábæran sigur, 95-91, á KR-ingum í Toyota-höllinni í Reykjanesbæ í kvöld. Keflvíkingar voru með yfirhöndina allan leikinn en KR-ingar fengu nokkur tækifæri undir lokin til að stela sigrinum en það tókst ekki og því fór sem fór.

Keflavík lagði KR

Keflavík vann góðan sigur á KR í Iceland Express-deild karla en Grindavík er enn ósigrað á toppi deildarinnar.

Mancini: Tevez hefur ekki sagt mér að hann sé með heimþrá

Stuðningsmenn Man. City hafa miklar áhyggjur af því að Argentínumaðurinn Carlos Tevez muni hverfa á braut frá félaginu. Enskir fjölmiðlar hafa verið duglegir að flytja fréttir af því að Tevez sé með mikla heimþrá og það muni leiða til þess að hann fari frá félaginu.

Andri Fannar til Vals

Andri Fannar Stefánsson er genginn til liðs við Val en kemur frá KA á Akureyri. Hann er nítján ára gamall og þykir efnilegur miðvallarleikmaður.

Jakob með 20 stig í sigri

Jakob Sigurðarson skoraði 20 stig þegar lið hans, Sundsvall Dragons, vann góðan sigur á 08 Stockholm, 89-79, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Milan á sérstakan sess í hjarta mínu

Einn eftirminnilegasti leikmaður AC Milan á síðari árum er Hollendingurinn með síðu lokkana, Ruud Gullit. Hann segir að AC Milan muni alltaf eiga sérstakan sess í hjarta sínu.

Ítalíu dæmdur sigur á Serbum

Aganefnd knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, hefur úrskurðað í máli Ítala og Serba. Leikur liðanna var blásinn af á dögunum vegna óláta serbneskra áhorfenda.

Fyrrum fótboltamaður ætlar sér að keppa á skautum á ÓL 2014

Ilhan Mansiz var í aðalhlutverki með tyrkneska landsliðinu þegar liðið vann brons á HM í fótbolta 2002 en nú er þessi 35 ára gamli Tyrki búinn að skipta um íþrótt og hefur sett stefnuna á að keppa á vetrarólympíuleuikunum í Sochi í Rússlandi 2014.

Ronaldinho valinn í landsliðið á nýjan leik

Mano Menezes, landsliðsþjálfari Brasilíu, stóð við stóru orðin og valdi Ronaldinho á nýjan leik í landsliðið sem mætir Argentínu í vináttulandsleik í næsta mánuði.

Auðun verður spilandi aðstoðarþjálfari á Selfossi

Varnarmaðurinn Auðun Helgason fann sér nýtt félag í dag er hann skrifaði undir eins árs samning við 1. deildarlið Selfoss. Ásamt því að spila með liðinu verður Auðun aðstoðarþjálfari en þjálfari liðsins er Logi Ólafsson.

Jovanovic þakkar stuðningsmönnum Liverpool

Serbinn Milan Jovanovic hjá Liverpool er afar þakklátur stuðningsmönnum félagsins sem hafa stutt liðið dyggilega þrátt fyrir erfiða byrjun á tímabilinu.

Baldvin Þorsteinsson til liðs við FH

Baldvin Þorsteinsson, sem leikið hefur með handknattleiksliði Vals síðustu ár, er genginn til liðs við FH og verður með Hafnarfjarðarliðinu í N1 deild karla í vetur.

Ranieri óttast ekki um starf sitt

Þó svo ítalskir fjölmiðlar keppist við að greina frá því að Claudio Ranieri verði rekinn frá Roma fyrr frekar en síðar heldur þjálfarinn því enn fram að hann sé öruggur í starfi.

Mourinho er faðir Real Madrid-fjölskyldunnar

Cristiano Ronaldo er duglegur að lýsa því yfir hversu gott lífið sé hjá Real Madrid þessa dagana. Hann segir fína fjölskyldustemningu ríkja og segir að José Mourinho sé faðir Real Madrid-fjölskyldunnar.

Alonso getur orðið meistari í næsta móti

Fernando Alonso er eini ökumaðurinn af þeim sem fimm eiga möguleika á meistaratitlinum sem getur orðið heimsmeistari í Formúlu 1 í næsta móti. Aðeins tvö mót eru eftir á keppnistímabilinu.

Brynjar: Búið að pumpa upp Keflvíkingana

Brynjar Þór Björnsson og félagar í KR sækja Keflvíkinga heim í Iceland Express deild karla í kvöld en þrátt fyrir að KR sé búið að vinna 3 af fyrstu 4 leikjum sínum í deildinni er Brynjar ekki sáttur með spilamennskuna. Hann var í viðtali fyrir leikinn inn á heimasíðu KR.

Sjá næstu 50 fréttir