Júlíus: Vitum að þetta verður erfitt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. október 2010 06:00 Júlíus Jónasson, þjálfari íslenska landsliðsins. Júlíus Jónasson á von á tveimur mjög erfiðum leikjum þegar að Ísland mætir svokölluðu „B-landsliði" Noregs í Mýrinni í Garðabæ um helgina. Fyrri leikurinn fer fram í dag klukkan 16.00 og sá síðari á morgun klukkan 14.00. Frítt er inn á báða leikina. „Þó svo að þetta heiti B-lið Noregs þá eru þetta mjög sterkir leikmenn," sagði Júlíus. „Það er mikið af stelpum úr U-20 liði Noregs í þessu liði en það er ríkjandi heimsmeistari í þessum aldursflokki. Þá eru líka aðrir leikmenn í liðinu sem hafa verið við það að komast í A-liðið." „Noregur er ein af bestu þjóðum heims í kvennahandbolta og við erum að spila við gríðarlega öflugt lið. Þetta verða erfiður leikir og við vitum það. Við förum inn í þá með því hugarfari." Júlíus segir að þessir leikir séu kærkomnir fyrir íslenska landsliðið sem er nú að undirbúa sig fyrir lokakeppni EM sem haldin verður í Danmörku í desember. „Það er ekki langt síðan að það var ákveðið að hafa þessa leiki og það er sérstaklega gleðilegt fyrir okkur þar sem að leikirnir fara ekki fram á alþjóðlegum leikdögum. Það var einni umferð í N1-deild kvenna frestað til að koma liðinu saman nú." Norska deildin er einnig í fríi en það er enn verið að spila í Svíþjóð og Danmörku. Af þeim sökum gátu þær Rut Jónsdóttir (Team Tvis, Danmörku) og Harpu Sif Eyjólfsdóttir (Spårvagen, Svíþjóð) ekki verið með landsliðinu nú Ísland tók þátt í æfingamóti í Hollandi í lok september þar sem liðið tapaði öllum sínum leikjum með nokkrum myndarlegum mun. „Auðvitað var það ekki æskilegt og við hefðum viljað eðlileg úrslit og betri. En við vorum 3-4 vikum á eftir hinum liðunum þar sem deildarkeppnin í þessum löndum var byrjuð en okkar byrjaði ekki fyrr en í október." „Allir leikmenn gerðu sér grein fyrir þessu og það var augljós munur á liðunum. Mér líst miklu betur á liðið nú og það er greinilegt að leikmenn eru komnir lengra á veg. Þar að auki vorum við að spila upp fyrir okkur eins og við höfum oft áður gert á svona æfingamótum og það er því yfirleitt talsvert á brattann að sækja fyrir okkur." „En þegar uppi er staðið tel ég að við höfum grætt á því. Við vorum í eðlilegum riðli í undankeppninni en komust í gegnum hana." Júlíus er því nokkur ánægður með stöðu liðsins í dag og líst vel á framhaldið. „Mér líst vel á að fá þessa leiki enda gott að spila sem mest. Þetta verður vissulega erfitt en leikmenn munu leggja þeim mun harðar að sér." Handbolti Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan með sannfærandi sigur gegn Víkingi Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Júlíus Jónasson á von á tveimur mjög erfiðum leikjum þegar að Ísland mætir svokölluðu „B-landsliði" Noregs í Mýrinni í Garðabæ um helgina. Fyrri leikurinn fer fram í dag klukkan 16.00 og sá síðari á morgun klukkan 14.00. Frítt er inn á báða leikina. „Þó svo að þetta heiti B-lið Noregs þá eru þetta mjög sterkir leikmenn," sagði Júlíus. „Það er mikið af stelpum úr U-20 liði Noregs í þessu liði en það er ríkjandi heimsmeistari í þessum aldursflokki. Þá eru líka aðrir leikmenn í liðinu sem hafa verið við það að komast í A-liðið." „Noregur er ein af bestu þjóðum heims í kvennahandbolta og við erum að spila við gríðarlega öflugt lið. Þetta verða erfiður leikir og við vitum það. Við förum inn í þá með því hugarfari." Júlíus segir að þessir leikir séu kærkomnir fyrir íslenska landsliðið sem er nú að undirbúa sig fyrir lokakeppni EM sem haldin verður í Danmörku í desember. „Það er ekki langt síðan að það var ákveðið að hafa þessa leiki og það er sérstaklega gleðilegt fyrir okkur þar sem að leikirnir fara ekki fram á alþjóðlegum leikdögum. Það var einni umferð í N1-deild kvenna frestað til að koma liðinu saman nú." Norska deildin er einnig í fríi en það er enn verið að spila í Svíþjóð og Danmörku. Af þeim sökum gátu þær Rut Jónsdóttir (Team Tvis, Danmörku) og Harpu Sif Eyjólfsdóttir (Spårvagen, Svíþjóð) ekki verið með landsliðinu nú Ísland tók þátt í æfingamóti í Hollandi í lok september þar sem liðið tapaði öllum sínum leikjum með nokkrum myndarlegum mun. „Auðvitað var það ekki æskilegt og við hefðum viljað eðlileg úrslit og betri. En við vorum 3-4 vikum á eftir hinum liðunum þar sem deildarkeppnin í þessum löndum var byrjuð en okkar byrjaði ekki fyrr en í október." „Allir leikmenn gerðu sér grein fyrir þessu og það var augljós munur á liðunum. Mér líst miklu betur á liðið nú og það er greinilegt að leikmenn eru komnir lengra á veg. Þar að auki vorum við að spila upp fyrir okkur eins og við höfum oft áður gert á svona æfingamótum og það er því yfirleitt talsvert á brattann að sækja fyrir okkur." „En þegar uppi er staðið tel ég að við höfum grætt á því. Við vorum í eðlilegum riðli í undankeppninni en komust í gegnum hana." Júlíus er því nokkur ánægður með stöðu liðsins í dag og líst vel á framhaldið. „Mér líst vel á að fá þessa leiki enda gott að spila sem mest. Þetta verður vissulega erfitt en leikmenn munu leggja þeim mun harðar að sér."
Handbolti Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan með sannfærandi sigur gegn Víkingi Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira