Fótbolti

Ronaldinho valinn í landsliðið á nýjan leik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mano Menezes, landsliðsþjálfari Brasilíu, stóð við stóru orðin og valdi Ronaldinho á nýjan leik í landsliðið sem mætir Argentínu í vináttulandsleik í næsta mánuði.

Ronaldinho var síðast valinn í landsliðið í apríl árið 2009. Hann lenti síðan í frystikistunni hjá Dunga, fyrrum landsliðsþjálfara.

Ronaldinho hefur leikið 87 landsleiki fyrir Brasilíu.

Brasilíski hópurinn:

Markverðir: Victor (Gremio) Jeferson (Botafogo), Neto (Atletico-PR)

Varnarmenn: Daniel Alves (Barcelona), Rafael (Manchester United), Adriano Correa (Barcelona), Andre Santos (Fenerbahce), Thiago Silva (Milan), David Luiz (Benfica)

Alex Costa (Chelsea), Rever (Atletico-MG)

Miðjumenn: Lucas (Liverpool), Ramires (Chelsea), Sandro (Tottenham), Jucilei (Corinthians), Douglas (Gremio), Philippe Coutinho (Inter), Ronaldinho Gaucho (Milan), Elias (Corinthians)

Framherjar: Robinho (Milan), Alexandre Pato (Milan), Andre (Dinamo Kiev), Neymar (Santos)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×