Enski boltinn

Arsenal og Man United drógust ekki saman í enska deildarbikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Manchester United vann enska deildarbikarinn á síðasta tímabili.
Manchester United vann enska deildarbikarinn á síðasta tímabili. Mynd/Nordic Photos/Getty
Það var dregið nú rétt áðan í átta liða úrslit í enska deildarbikarsins og draumurinn um úrslitaleik milli stórliðanna Manchester United og Arsenal lifir ennþá þar sem þau drógustu ekki saman að þessu sinni.

Arsenal mætir Wigan á heimavelli og Manchester United spilar við West Ham á útivelli. Stærsti leikurinn er líklega derby-slagurinn í Birmingham-borg á milli Birmingham og Aston Villa.

Drátturinn í 8 liða úrslit enska deildarbikarsins:

Arsenal - Wigan

Birmingham - Aston Villa

West Ham - Man Utd

Ipswich Town - West Brom




Fleiri fréttir

Sjá meira


×