Enski boltinn

Hernandez gæti haldið Rooney út úr liðinu hjá United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Javier Hernandez.
Javier Hernandez. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur varað Wayne Rooney við því að hann geti ekkert labbað inn í byrjunarlið liðsins þegar hann snýr aftur eftir meiðslin. Dimitar Berbatov hefur byrjað tímabilið vel og Javier Hernandez er búinn að slá í gegn í fjarveru Rooney með því að skora þrisvar í síðustu tveimur leikjum.

Wayne Rooney hefur á móti aðeins skorað einu sinni fyrir Manchester United á síðustu sjö mánuðum og það mark kom úr vítaspyrnu á móti West Ham 28. ágúst síðastliðinn.

„Hernandez hefur staðið sig vel. Við höfðum það á tilfinningunni að hann myndi slá í gegn og þess vegna er ég kominn með ánægjulegt vandamál þegar ég vel sóknarmenn í liðið. Það verður erfitt að setja Hernández á bekkinn og ég er ekkert að ýja að því að ég geri það. Hann heldur sæti sínu í liðinu á af því að hann á það skilið," sagði Sir Alex Ferguson.

„Það bendir allt til þess að strákurinn sé sérstakur leikmaður. Hann nýtur sín hér, fjölskyldan er með honum og hann talar tungumálið. Hann hefur ástríðuna, æfir mjög vel, bregst vel við leiðbeiningum þjálfaranna og hugsar vel um sig. Sigurmarkið hans á móti Wolves sannaði það að hann er frábær klárari og það er allt með honum," sagði Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×