Enski boltinn

Santa Cruz má fara frá City - orðaður við Fulham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Santa Cruz í leik með landsliði Paragvæ.
Santa Cruz í leik með landsliði Paragvæ. Nordic Photos / Getty Images
Mark Hughes, fyrrum stjóri Manchester City, er sagður áhugasamur um að fá Roque Santa Cruz til liðs við Fulham þar sem hann er nú stjóri.

Santa Cruz fær lítið að spila hjá City en núverandi knattspyrnustjóri liðsins, Roberto Mancini, staðfesti í dag að Santa Cruz væri frjálst að fara frá City í janúar næstkomandi.

Það er þó ólíklegt að Santa Cruz fái að fara frítt frá félaginu þar sem hann var keyptur frá Blackburn fyrir 17,5 milljónir punda í fyrrasumar.

„Roque er frábær maður og góður leikmaður en hann veit hvernig þetta er," sagði Mancini. „Mér finnst þetta leiðinlegt fyrir hans hönd því hann á skilið að spila hvern einasta leik. Hann leggur mikið á sig."

„En þetta er erfitt eins og sakir standa. Ég vona að hann geti spilað með öðru liði því hann á það skilið."

Hughes reyndi að fá Santa Cruz til Fulham á lánssamningi í sumar en það gekk ekki eftir. „Ég hef áhuga á leikmönnum sem eru jafn góðir og Ruque. Hvort sem við reynum aftur að fá hann í janúar verður að koma í ljós."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×