Enski boltinn

Nýr langtímasamningur við Jack Wilshere í fæðingu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jack Wilshere.
Jack Wilshere. Mynd/Nordic Photos/Getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er bjartsýnn að Jack Wilshere skrifi fljótlega undir nýjan langtímasamning við félagið en þessi 18 ára strákur hefur staðið sig frábærlega á tímabilinu til þessa.

„Við búumst við því að Jack skrifi undir nýjan samning fljótlega. Hann á 18 mánuði eftir af sínum samningi og við erum að reyna að gera við hann lengri samning. Við gerum vonandi tilkynnt um nýjan samning fljótlega," sagði Arsene Wenger.

Jack Wilshere er með eitt mark og sjö stoðsendingar í fyrstu 12 leikjum sínum með Arsenal á tímabilinu.

„Hann hefur byrjað tímabilið frábærlega og það lítur þannig út fyrir mér að hann ráði vel við pressuna. Hann er hljóðlátur drengur en það sést í stóru leikjunum að hann vill fá boltann," sagði Wenger.

Wenger var beðinn um að bera saman Jack Wilshere og Wayne Rooney sem kom 16 ára inn í deildina. „"Þeir búa yfir sama sjálfstrausti," sagði Wenger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×