Enski boltinn

Jovanovic þakkar stuðningsmönnum Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Serbinn Milan Jovanovic hjá Liverpool er afar þakklátur stuðningsmönnum félagsins sem hafa stutt liðið dyggilega þrátt fyrir erfiða byrjun á tímabilinu.

"Stuðningsmennirnir hafa verið mjög skilningsríkir og hvatning þeirra hefur skipt mig miklu máli," sagði Jovanovic.

"Hjá mörgum félögum tekur neikvæðnin of snemma við þegar illa gengur. Hjá Liverpool þjappa stuðningsmennirnir sér saman og styðja liðið þegar illa árar. Það er eitt af því frábæra við Liverpool.

"Það geta allir í liðinu gert betur og við þurfum að fara að spila eins og lið. Það eru allir að leggja mikið á sig og ég hef trú á því að gengið muni snúast við."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×