Fótbolti

Ítalíu dæmdur sigur á Serbum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Frá látunum í leiknum fræga.
Frá látunum í leiknum fræga.

Aganefnd knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, hefur úrskurðað í máli Ítala og Serba. Leikur liðanna var blásinn af á dögunum vegna óláta serbneskra áhorfenda.

Serbar vildu spila aftur en það tóku Ítalir ekki í mál. Þeir þurfa ekki að gera það því UEFA hefur úrskurðað að leikurinn dæmist 3-0 Ítalíu í vil.

Leikurinn fór fram á Ítalíu og ítalska knattspyrnusambandið var sektað um 100 þúsund evrur þar sem öryggisgæslan brást á vellinum.

Serbar fengu líka sekt og þurfa að spila næstu tvo heimaleiki fyrir luktum dyrum. Serbar fá heldur enga miða á næstu útileiki liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×