Enski boltinn

Fær Eiður loksins tækifæri í byrjunarliðinu?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Nordic Photos / Getty Images
Svo gæti farið að Eiður Smári Guðjohnsen fái langþráð tækifæri í byrjunarliði Stoke þegar að liðið mætir Everton í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Tony Pulis á í vandræðum með sóknarmenn fyrir leikinn þar sem þeir Kenwyne Jones og Jermaine Pennant eru tæpir fyrir leikinn vegna veikinda. Þá er Ricardo Fuller að glíma við axlarmeiðsli.

Jon Walters verður örugglega í byrjunarliðinu og þá gæti verið pláss fyrir Eið Smára í byrjunarliðinu. Það er einnig líklegt að Tuncay verði með frá byrjun en hann skoraði laglegt mark gegn Manchester United um síðustu helgi.

Eiður Smári kom inn á sem varamaður snemma í síðari hálfleik í leik gegn West Ham í deildabikarnum í vikunni. Leikurinn var framlengdur og spilaði Eiður í rúmar 60 mínútur. West Ham vann leikinn á endanum, 3-1.

Eiður gekk í raðir Stoke í lok ágúst í sumar en hefur enn ekki fengið sæti í byrjunarliðinu síðan þá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×